Frans páfi er ekki marxisti en ......

Í löngu viðtali við ítalska blaðið La Stampa ræðir páfinn um jólahald kristinna manna, hungur í heiminum, þjáningar barna og umbætur innan krikjunnar. Jólin er þegar Guð og mennirnir mætast. Það ríkir sameining, samvera og friður. Jólin boða von og blíðleika. Mennirnir óttast að sýna hver öðrum blíðleika en það eiga þeir ekki að gera. Í Jesúbarninu verður almáttugur Guð að varnarlausu barni. Það er leyndardómur. Saklaus börn geta veikst og dáið. Hvers vegna? Páfinn vitnar í rithöfundinn Dostoevskij sem spurði af hverju þjást börn. Páfinn segist spyrja Guð..Mörg börn í heiminum þjást af hungri. Mennirnir sýna skilningsleysi og afskiptaleysi. Blaðamaðurinn spyr um Hirðisbréfið og gagnrýni öfgahægri (ultraconservative)manna í USA. Páfinn segir að marxísk hugmyndafræði sé röng en segir hann á lífsleiðinni hef ég kynnst mörgum marxistum sem voru góðir menn. Ég er ekki móðgaður segir Páfi. Hirðisbréfið er í fullkomnu samræmi við þjóðfélagskenningu kirkjunnar. þar er allt að finna. Það var minnst á brauðmylsnukenninguna. Hún felur í sér segir Páfi að þegar glasið er fullt muni flæða úr því og hinir fátæku njóta þess. En nákvæmlega þetta gerist ekki. Glasið stækkar og hinir fátæku fá ekki neitt, segir Frans páfi. Þetta felst í þjóðfélagskenningu krikjunnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband