15.12.2013 | 21:58
Voru þrælar grafargjafir á víkingatímanum?
Á eyjunni Flakstad við strönd Noregs hafa farið fram fornleifarannsóknir. Í nokkrum grafanna sem rannsakaðar hafa verið hafa fundist beinagrindur þræla sem hafa verið hálshöggnir og settir í gröfina sem gjafir. Elise Naumann við Háskólann í Ósló hefur stýrt rannsóknum. Nýlega birtist ritgerð eftir hóp vísindamanna í tímaritinu Journal of Archeological Science. Rannsóknir á beinum benda til þess að þrælarnir hafi verið hálshöggnir fyrir greftrun höfðinga síns og eigenda og síðan fylgt honum í gröfina. Þetta segir mikla sögu um mismunandi réttarstöðu fólks á víkingatímanum(800-1050). Grafirnar fundust snemma á níunda áratugnum og á svæðinu hafa fundist margvíslegir munir,s.s. hnífar. Í ljós hefur m.a. komið að matarræði höfðingja hefur verið allt annað en þræla. Hinir valdamiklu og auðugu átu meira kjöt og dýraarurðir en þrælar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar