Voru þrælar grafargjafir á víkingatímanum?

Á eyjunni Flakstad við strönd Noregs hafa farið fram fornleifarannsóknir. Í nokkrum grafanna sem rannsakaðar hafa verið hafa fundist beinagrindur þræla sem hafa verið hálshöggnir og settir í gröfina sem gjafir. Elise Naumann við Háskólann í Ósló hefur stýrt rannsóknum. Nýlega birtist ritgerð eftir hóp vísindamanna í tímaritinu Journal of Archeological Science. Rannsóknir á beinum benda til þess að þrælarnir hafi verið hálshöggnir fyrir greftrun höfðinga síns og eigenda og síðan fylgt honum í gröfina. Þetta segir mikla sögu um mismunandi réttarstöðu fólks á víkingatímanum(800-1050). Grafirnar fundust snemma á níunda áratugnum og á svæðinu hafa fundist margvíslegir munir,s.s. hnífar. Í ljós hefur m.a. komið að matarræði höfðingja hefur verið allt annað en þræla. Hinir valdamiklu og auðugu átu meira kjöt og dýraarurðir en þrælar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband