17.12.2013 | 10:12
Al Thani dómurinn er mikilvægur fyrir þjóðina.
Dómurinn hefur kallað fram viðbrögð, sum skiljnleg en okkur ekki. Efnahagslöggjöf á Íslandi er í meginatriðum evrópsk löggjöf. Fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins hefur haldið því fram að íslensk löggjöf sé sérstök en það er hún ekki. Hann var undarlega fljótur til að lýsa því fyrir að dómurinn væri rangur enda hefur líklega enginn jafn mikla þekkingu á efnahagslöggjöf landsins og þesi ágæti maður, að eiginn mati að sjálfsögðu. Þessu lögmanni virðist ekki vera ljós að eingöngu á Íslandi varð kerfishrun. Allir viðskiptabankar, yfirleitt allar fjármálastofnanir og tæknilega séð einnig Seðlabankinn hrundu. Í þessu og engu öðru felst sérstaða Íslands. Stofnun Sérstaks saksóknara eru eðlileg og sjálfsögð viðbrögð við þessu skelfilega ástandi. Að sjálfsögðu á dómur að vera í samræmi við lög og túlkin þeirra og einnig fordæmisgeffandi dóma Hæstaréttar. Sekt sakborninga verður að vera hafin yfir alla efa í lögfræðilegum skilningi. Frekar á að sleppa sekum manni en dæma saklausan ef það það er valið. Vonandi skilur fyrrnefndur formaður þetta. Al Thani dómurinn er hluti af miklu stærra máli sem er markaðsmisnotkun Kaupþings með hlutabréf í bankanum sjálfum. Það á eftir að koma í ljós hvrot dómurinn í Al Thani málinu verður staðfestur í Hæstarétti Íslands. Ef svo verður hefur dómurinn fordæmisgildi fyrir mörg önnur hliðstæð mál. Það er ekki hægt að lýsa því með nógu sterkum orðum hversu mikilvæg þessi mál eru fyrir framtíðarþróun Íslensks samfélags. Það er afar fróðlegt að fylgjast með því hverjir heyra kallið og telja sig skylduga til að verja hina dæmdu eða grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara. Annar þekktur lögmaður skrifar þann 16. 12. um embætti SS. Þetta er merkileg hugrenningartengsl. SS er/var Sláturfélag Suðurlands en líka Schutzstaffel der NSDAP og stofnað 4.5 1925 af Adolf Hitler. SS-sveitirnar höfðu í byrjun það hlutverk að sjá til þess að allt væri í röð og reglu á fjöldafundum Nasistaflokksins.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar