17.12.2013 | 14:28
Kostir og ókostir verðtryggingar; einfaldar skýringar.
Eitt af hlutverkum peninga er að mæla verð. Þeir eru mælieining líkt og t.d. kíló af vökva. Kíló breytist ekki enda skilgreint af eðlisfræðingum en peningar breytast. Þeir geta t.d. glatað verðgildi og þá verða allar verðtölur hærri en ella. Þess vegna er gerður greinarmunr á nafnverði og raunverði. Þannig má reikna út breytingar á nafnverði íbúðarhúsnæðis og breytingar á raunverði. Raunverð á íbúðarhusnæði er t.d. 25% lægra nú en var 2008 ef miðað er við höfuðorgarsvæðið. Vísitala neysluverð til tilraun til að mæla hversu mikið verðgildi peninga hefur rýrnar. Verð einnar vöru, t.d vinnuafls (laun)verður að skoða í tengslum við verð annarra vara. Í þessu tilviku mætti finna út kaupmátt launa. Kostnaður af verðbólgu er margvíslegur. Sparnaður minnkar og hún færir til fjármagn milli þjóðfélagshópa, t.d til þeirra sem skulda og frá þeim sem spara. Hún dregur úr skilvirkni markaðarins og gerir áætlunargerð erfiðari. Verðtrygging hefur þann kost að hún eyðir framtíðaróvissu verðbólgu bæði hjá lántakendum og lánveitendum. Samband milli launa og almenns getur verið með ýmsum hætti. Ef ákveðið tímabil einkennist af hækkun raunlauna greiða heimilin hlutfallslega minna í afborganir af lánum. Ef raunlaun lækka eykst greiðslubyrðin og hærra hlutfall er greitt í afborganir af lánum. Verðtrygging á Íslandi á sér alllanga sögu. Hún var fyrst sett í lög 1815 en þá var mikil verðbólga í Danmörku vegna Napeóleon stríðanna. Almenn varð verðtrygging á Íslandi með Ólafslögum 1979. Stærstu fjárfestingar venjulegra fjölskyldna á Íslandi eru í húsnæði. Samanburður á verðtryggðum lánum og óverðtryggðum lánum sýnir að greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er léttari til að byrja með. Jafngreiðsluformið er eitt dæmi um slíkt. Nú er að mörgu að hyggja. Peningaglýja er þegar menn gera ekki greinarmun á breytingum nafnverðs og raunverðs. Það liggur nokkur vafi á lögmæti verðtryggingar og hefur Hæstiréttur Íslands óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dónstólsins. ---Hver er nú vandinn? Krónan fellur verulega gagnvart erlendum gjaldmiðlum,raunlaun lækka mjög hratt í landinu, atvinnuleysi verður vandamál, bankakerfið hrynur, mikil verðbólga, samdráttur landsframleiðslu, hætta á greiðslufalli ríkissjóðs, útflutningsgreinar mala gull vegna lágs raungengis,halli á viðskiptajöfnuði mörg ár í röð fyrir hrun, raunverð íbúðarhúsnæðis hrynur,,, og ýmislegt fleira. Og hver er þá krafan? Að banna verðtryggingualfarið eða á neyslulánum einstaklinga? Á að hafa val; verðtryggð og óverðtryggð lán?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar