Hvernig á að markaðsetja ADHD?

Í USA virðist vera um adhd faraldur að ræða. 15% nemenda í framhaldsskóla (high school) eru greindir með adhd.3500000 taka lyf. Fyrir 20 árum var talan 600000. Adhd er önnur algengasta greining hjá börnum og unglingum. Stórblöð í USA hafa spurt hvort þetta sé rétt greining á sjúkdómi eða ofneysla á lyfjum sem hafa skilað risafyrirtækjum í lyfjaiðnaði milljörðum dollara í hagnað. Adderall og Concreta voru seld fyrir níu milljarða dollara á síðasta ári. Það er söluaukning um 500% á 10 árum. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna í markaðssetningu. Lyfjafyrirtækin hafa veitt mikla fjármuni til lækna sem stunda rannsóknir. Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á greiningaraðferðir og áreiðanleika þeirra. Það er er auðvelt fyrir unglinga að leika einkennin. Með lyfjum er hægt að vaka heilu næturnar. Í skólakerfinu ríkir hörð samkeppni og stundum reyna nemendur að lesa dag og nótt. Lyfjafyrirtæki hafa hag af því að öll hegðunarvandamál séu skilgreynd sem efnaskipti eða boðskipti í taugakerfi og heila. Lyfjafyrirtækjunum hefur tekist að innlima hluta læknastéttarinnar.(Democracy  Now. Grein Alan Schwarz í New York Times : The selling of Attention Deficit Disorder.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband