17.12.2013 | 21:21
Hvernig á að markaðsetja ADHD?
Í USA virðist vera um adhd faraldur að ræða. 15% nemenda í framhaldsskóla (high school) eru greindir með adhd.3500000 taka lyf. Fyrir 20 árum var talan 600000. Adhd er önnur algengasta greining hjá börnum og unglingum. Stórblöð í USA hafa spurt hvort þetta sé rétt greining á sjúkdómi eða ofneysla á lyfjum sem hafa skilað risafyrirtækjum í lyfjaiðnaði milljörðum dollara í hagnað. Adderall og Concreta voru seld fyrir níu milljarða dollara á síðasta ári. Það er söluaukning um 500% á 10 árum. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna í markaðssetningu. Lyfjafyrirtækin hafa veitt mikla fjármuni til lækna sem stunda rannsóknir. Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á greiningaraðferðir og áreiðanleika þeirra. Það er er auðvelt fyrir unglinga að leika einkennin. Með lyfjum er hægt að vaka heilu næturnar. Í skólakerfinu ríkir hörð samkeppni og stundum reyna nemendur að lesa dag og nótt. Lyfjafyrirtæki hafa hag af því að öll hegðunarvandamál séu skilgreynd sem efnaskipti eða boðskipti í taugakerfi og heila. Lyfjafyrirtækjunum hefur tekist að innlima hluta læknastéttarinnar.(Democracy Now. Grein Alan Schwarz í New York Times : The selling of Attention Deficit Disorder.)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar