18.12.2013 | 12:27
Noregur; hægri stjórnin með gjafapakka til ríka fólksins.
Hægri stjórnin hér og í Noregi virðast eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru örlátar gagnvart þeim sem mikið eiga. I Noregi vill hægri stjórnin berjast gegn svartri vinnu iðnaðarmanna í byggingarbarnsanum. Nú á hluti útgjalda heimila sem fer í endurnýjun og viðhald á húsnæði að vera frádráttarbær frá skatti. Í Svíþjóð voru þessar reglur settar á 2009 og reynslan er sú að þeir fá mestan skattaafslátt sem búa í tekjuhæstu hverfunum.Það eru úthverfi Stokkhólms sem mest hafa hagnast á þessu skipulagi. Í Danderyd er skattaafslátturinn þrefalt meiri en landsmeðaltal. Það er ljóst að leigjendur bera ekki mikið úr býtum í þessu skipulagi ekki frekar en í hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu "heimilanna". Það er líka ljóst að ríkisvaldið verður af skatttekjum. Ekkert af þessu virðist valda hægri mönnum áhyggjum. Rökin: hinir efnameiri eiga stærra og betra húsnæði og eyða meiru í viðhald. Allt er eins og best verður á kostið !!
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar