Noregur; hægri stjórnin með gjafapakka til ríka fólksins.

Hægri stjórnin hér og í Noregi virðast eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru örlátar gagnvart þeim sem mikið eiga. I Noregi vill hægri stjórnin berjast gegn svartri vinnu iðnaðarmanna í byggingarbarnsanum. Nú á hluti útgjalda heimila sem fer í endurnýjun og viðhald á húsnæði  að vera frádráttarbær frá skatti. Í Svíþjóð voru þessar reglur settar á 2009 og reynslan er sú að þeir fá mestan skattaafslátt sem búa í tekjuhæstu hverfunum.Það eru úthverfi Stokkhólms sem mest hafa hagnast á þessu skipulagi. Í Danderyd er skattaafslátturinn þrefalt meiri en landsmeðaltal. Það er ljóst að leigjendur bera ekki mikið úr býtum í þessu skipulagi ekki frekar en í hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu "heimilanna". Það er líka ljóst að ríkisvaldið verður af skatttekjum. Ekkert af þessu virðist valda hægri mönnum áhyggjum. Rökin: hinir efnameiri eiga stærra og betra húsnæði og eyða meiru í viðhald. Allt er eins og best verður á kostið !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband