18.12.2013 | 14:46
Fjárfestingar fara vaxandi í sjávarútvegi.
Frá 2009 hafa fjárfestingar í sjávarútvegi verið í lágmarki. Í hruninu þurrkaðist eigið fé greinarinnar út. Mjög lágt raungengi hefur hjálpað greininni að greiða miklar skuldir hratt niður. Nú er farið að hægjast um og nokkur sóknarfæri sýnileg. Einkum er það uppsjávarfiskur sem lofar góðu. Uppsjávarfyrirtæki hafa verið að byggja verksmiðjur(vinnslur) í landi til að auka verðmæti fisksins. Þetta hefur gerst á Höfn,Þórshöfn, Vopnafirði og Akranesi. Í bolfiskvinnslunni hefur átt sér mikil endurnýjun í tækjum. Verðmæti afla íslenska flotans er nú þrisvar sinnum meira en það var fyrir 30 árum enda þótt magnið sé helmingi minna.Sem dæmi um fjárfestingar má nefna að HB Grandi hefur samið um smíði á tveimur skipum til uppsjávarveiða og er kaupverðið 7. 2 milljarðar. Ísfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á skipi sem ætlað er til veiða á síld, kolmuna, makríl og loðnu. Skipið er mjög öflugt og eru kælitankar þess 2970 rúmmetrar. Eins og kunnugt er á Ísfélagið landvinnslu í Eyjum og á Þórshöfn.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar