Ríkisstjórn Ítalíu ósátt við hátt gengi evrunnar.

Enrico Letta forsætisráðherra hvetur ráðamenn í Brussel til að beita sér gegn háu gengi evrunnar. Óánægjan beinist gegn ESB en sérstaklega gegn Þýskalandi. Gengið er nú 1.36 dollari á evru en þyrfti að vera 1.38. Það myndi örva útflutning og allt hagkerfið. Um mitt ár 2012 var evran 1.20 dollarar en eftir sem áður er evran mun ódýrari en var í upphafi kreppunnar 2008. Lágt gengi evru styður útflutning en útflytjendur geta þá boðið vörur sínar á lægra verði. Nú er óljóst hvað ráðamenn í Brussel geta og vilja gera. Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur lýst því yfir að gengi gagnvart erlendum myntum sé ekki hluti af peningastefnu bankans. Á Ítalíu er greinilega sú skoðun útbreidd að Þjóðverjar hafi í vaxandi mæli áhrif á sameiginlega ákvarðanatöku innan ESB. Slíkar skoðanir eru meira áberandi hjá stuðningsmönnum hægri flokkanna en stuðningsmönnum vinstri flokkanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband