18.12.2013 | 21:52
Hafa þingmenn Framsóknar ekkert fram að færa?
Í síðustu kosningum vann Framsóknarflokkurinn góðan sigur. Hann fékk nálægt 25% atkvæða og 19 þingmenn. Hann háði mjög markvissa kosningabaráttu þar sem hamrað var á nokkrum einföldum en mikilvægum atriðum. Kosningabaráttan sjálf var mjög lýðskrumskennd. En nú tekur veruleikinn á Alþingi við fyrir nýja og óreynda þingmenn. Þeir rata ekki í völundarhúsi valdsins. Til þess þarf leiðsögn reyndari manna. Starf þingmanna er margvíslegt. Þeir taka þátt í fundum Alþingsins og flestir taka þátt í nefndarstörfum. Þeir þurfa að hafa margvísleg samskipti við stuðningsmenn sína, byggja upp tengslanet og mynda síbreytileg bandalög. Allt þetta krefst tíma færni og þekkingar. Þeir verða að kunna á fjölmiðla samtímans og samskiptamiðla. Pólitísk barátta getur verið grimm, persónuleg og miskunarlaus. Allt þetta tekur sinn toll. Ein leið til að meta áhrif og völd þingmanna er að skoða þátttöku í umræðum.Góð þingræða krefst mikils undirbúnings og þekkingar á flóknum málum. Magn er ekki sama og gæði. það gildir að sjálfsögðu um lengd hins talaða máls úr ræðustól Alþingis. Ef magnið er skoðað, þ.e. mínútufjöldi talaðs máls úr ræðustól á bregður svo við að þingmenn Framsóknar raða sér í öll neðstu sætin. Það eina sem kemur mér á óvart er að Frosti Sigurjónsson skuli ekki hafa talað nema í 19 mín. frá upphafi þings. Frosti tilheyrir Indefence hópnum sem nú er orðinn valdamikill í stjórnkerfi landsins. Eru þingmál svona yfirþyrmandi flókin að þingmönnum flokksins fallast hendur og leggja ára í bát? Þetta er að því leyti óheppilegt að rými örfárra þingmanna í flokknum vex óeðlilega mikið. Óþarfi er að minnast á Vigdísi Huaksdóttur í því sambandi. Nú væri eðlilegt að taka saman mætingar þingmanna Framsóknarflokksins á þingfundi og nefndarfundi. Venjulega er samræmi í hlutunum. Venjulega er samræmi í hlutunum. Lítil þátttaka í umræðum gefur vísbendingar um þátttöku á öðrum sviðum. Almennt er þessi ríkisstjórn verklítil. Fá fruvörp hafa komið fram. Þingfundum hefur lokið á miðjum dögum og nefndarfundir hafa fallið niður. Ráðherrar hafa tekið sér löng sumarfrí og dvalið erlendis......
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar