Forseti Íslands í tímaritinu Foreign Affairs eða hver mótar utanríkisstefnuna?

Nú á tímum er það nokkurt álitamál í agum erlendra aðila hver túlkar og mótar utanríkisstefnu landsins. samkvæmt stjórnarskránni er það ríkisstjórnin og utanríkisráðherra sérstaklega. Endanlegt vald liggur hjá Alþingi. Að túlka stjórnarskrá er ekki einfalt mál og færa má að því rök að frá upphafi verið hugsunin sú að þjóðkjörinn forseti hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Ljóst er hvað öðru líður að núverandi forseti er þessarar skoðunar. Viðtalið er efnismikið og fyrir margra hluta sakir merkilegt.  Ólafur bendir á að á dögum kalda stríðsins hafi Norðurskautssvæðin verið nánast eins og vopnabúr stórvelda.Á sama tíma hafi búið það afar friðsamir frumbyggjar sem byggðu líf sitt á samvinnu. Nú hafi þjóðir komið sér saman um vettvang sem er Norðurskautsráðið og þar leysa ríki ágreiningsmál með samningur. Ólafur hælir sérstaklega framgöngu Rússa. Víkur nú sögunni að fjármálakreppuni  og taumlausu hatri forsetans á Gordon Brown. Hljómurinn er holur í fyrrverandi klappstýru útrásarinnar og þeim manni sem var innilega sannfærður um það að Ísland gæti orðið fjármálamiðstöð Evrópu. <af hverju urðu bankarnir svo stórir? Forsetinn finnur nú réttlætingar fyrir nýfrjálshyggjuna. "við" gleyndum (sic) því að kapitalisminn er kerfi þar sem kreppur koma reglulega fyrir!! "Við" vorum svo "óheppnir" að "einkavæða" bankanna þegar alþjóðlegt fjarmálakerfi var yfirfullt af ódýrum peningum. Bankakerfið er tölvuvætt og tölvur sjá um viðskipti með miklum hraða samkvæmt forritum sem menn hafa skapað. (Mikið rétt). Forsetinn lýsir því nú yfir að hann hafi treyst matsfyrirtækjunum ! Hann valdi að trúa þeim-segir hann núna- en ekki að taka mark á öllum þeim sem vöruðu við. Trúi nú hver sem vill. Þegar forsetinn er spurður að því af hverju bankakerfið hefði átt að fá svo mikilvægt hlutverk verður undarlega fátt um svör. Þó það að  margir ungir menn hafi verið menntaðir á þessu sviði og vont að missa hæfileikaríkt fólkt úr landsi (sic). Bankarnir voru mjög tæknivæddir og réðu til sín tölvunarfræðinga og verkfræðinga einnig vegna þess að þeir gátu boðið fá laun. (Forsetinn minnist ekki á það að þeir átu boðið starfsmönnum FME há laun og ráðið þá til sín!) Nú getur þessi starfskraftur leitað á önnur mið eftir að þessi starfskraftur hrundi. Ýmislegt fleira ræddi forsetinn sem ekki verður rakið hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband