19.12.2013 | 11:21
Raunlaun lækka í Þýskalandi.
Í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs voru raunlaun 0.3% lægri en árið áður. laun hækkuðu um 1.3% en verðbólga var 1.6% á tímabilinu. Í fyrsta skipti síðan 2009 lækka raunlaun í landinu. 2010 hækkuðu raunlaun um 1.5%, árið 2011 var hækkunin 1.2% og 2012 var hækkunin 0.5%. Þróunin hefur greinilega legið niður á við. Launabreytingar hafa verið mismunandi eftir greinum. Nafnlaun hafa hækkað í bankaþjónustu og tryggingastarfsemi um 0.7%. Í iðnaði voru nafnlaunahækkanir 2.3%. Hjá þessum hópum hefur kaupmáttur því vaxið. Starfsmaður í fullu starfi fékk án sérstakra greiðslna fékk 3462 evrur í heildargreiðslu á mánuði. Hæst voru laun hjá bönkum og tryggingum eða 4576 evrur. Lægst voru laun á veitinga- og gististöðum stöðum eða 2012 evrur. Á árunum 2007 til 2012 hafa nafnlaun í Þýskalandi hækkað um 12.2% en vísitala neysluverðs um 8.3%.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar