Græddi Framsókn á útlendingahatri? Elur Framsókn á útlendingahatri?

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur áhyggjur af orðræðunni í utanríkismálum. Hún segir að senófóbísk orðræða eigi sér stað innan raða Framsóknar.Hún telur að þessi orðræða hafi náð fótfestu í flokknum. Henni finnst slæmt að þeir Framsóknarmenn sem hafa andstæð viðhorf láti skoðun sína ekki í ljós. Hluti íslenskra kjósenda hefur slík viðhorf og Framsókn virðist róa á þessi mið. Margrét segir einnig að flokkurinn hafi grætt á þessu í síðustu kosningum. --Nú eru slíkar vangaveltur ekki nýjar en mér vitanlega hefur málið ekki verið rannsakað niður í kjölinn. Það er hægt að gera með könnunum og ítarlegum viðtölum við dæmigerðan hóp kjósenda. Það verður einnig að innihaldsgreina málflutning og greinar Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra fyrir kosningar. Hægri öfgaflokkar hafa sprottið fram víða í Evrópu og náð nokkurri fótfestu. Það hefur ekki gerst hér en andstaðan við fjölmenningarsamfélag, Islam og innflytjendur, svo þrjú dæmi séu tekin, er augljóslega til staðar. Slík þróun felur í sér margvíslegar hættur eins og ljóst má vera af ýmsum atburðum í Evrópu á undanförnum misserum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband