Hagvöxtur í USA er 4.1% á 3ja ársfjórðungi.

Þetta er mesti vöxtur stærsta hagkerfis jarðarinnar í næstum tvö ár. Og síðan 2006 er þetta í þriðja skipti sem hagvöxturinn er svo mikill. Reiknað hafði verið með 3.6% hagvexti en einkaneysla og fjárfesting varð meiri en ætlað hafði verið. Aukning einkaneyslu var einkum á sviði heilsugæslu, fasteignaviðhalds og bílakaupa. Atvinnuleysi er á niðurleið og hækkandi verð á fasteignum bætir eiginfjárstöðu heimila. Seðlabankinn mun fylgja áætlun sinni að minnka kaup á ríkisskuldabréfum. Hagvöxturinn á sér margar stoðir. Þær eru einkaneysla, útflutningur, fjárfesting í verksmiðjum og íbúðahúsum, útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og aukningu á birgðum. Á móti kemur að ríkið hefur skorið niður á ákveðnum sviðum og innflutningur hefur aukist. Líklegt er að á fjórða ársfjórðungi hægi á vexti m.a. vegna mikilla birgða. Margir hagfræðingar eru bjartsýnir hvað framtíðina varðar og reikna með 3% hagvexti á næstu árum. Í ljósi stöðunnar á fjármálamörkuðum er hagvöxturinn núna afar mikilvægur. Einkaneysla er meir en tveir þriðju hlutar efnahagsstarfseminnar og vöxtur hennar var síðustu 6 mánuði 2%-2.5%.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband