20.12.2013 | 17:39
Hagvöxtur í USA er 4.1% á 3ja ársfjórðungi.
Þetta er mesti vöxtur stærsta hagkerfis jarðarinnar í næstum tvö ár. Og síðan 2006 er þetta í þriðja skipti sem hagvöxturinn er svo mikill. Reiknað hafði verið með 3.6% hagvexti en einkaneysla og fjárfesting varð meiri en ætlað hafði verið. Aukning einkaneyslu var einkum á sviði heilsugæslu, fasteignaviðhalds og bílakaupa. Atvinnuleysi er á niðurleið og hækkandi verð á fasteignum bætir eiginfjárstöðu heimila. Seðlabankinn mun fylgja áætlun sinni að minnka kaup á ríkisskuldabréfum. Hagvöxturinn á sér margar stoðir. Þær eru einkaneysla, útflutningur, fjárfesting í verksmiðjum og íbúðahúsum, útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og aukningu á birgðum. Á móti kemur að ríkið hefur skorið niður á ákveðnum sviðum og innflutningur hefur aukist. Líklegt er að á fjórða ársfjórðungi hægi á vexti m.a. vegna mikilla birgða. Margir hagfræðingar eru bjartsýnir hvað framtíðina varðar og reikna með 3% hagvexti á næstu árum. Í ljósi stöðunnar á fjármálamörkuðum er hagvöxturinn núna afar mikilvægur. Einkaneysla er meir en tveir þriðju hlutar efnahagsstarfseminnar og vöxtur hennar var síðustu 6 mánuði 2%-2.5%.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar