20.12.2013 | 20:49
Ótti við útlendinga eða útlendingahatur?
Sagan kennir okkur að það sé afar erfitt fyrir fólk að umbera og þola fólk sem er mjög frábrugðið því sjálfu. Viðhorf til gyðinga fyrr á öldum og sérstaklega á síðustu öld eru dæmi um þetta. Viðhorf hvítra til svartra er annað sögulega mikilvægt dæmi. Viðhorf heilbrigðra til geðsjúkra á fyrri tímum er annað dæmi. Menn óttast það sem þeir skilja ekki og vilja ekki verða sjálfir. Viðhorf í Rússlandi til samkynhneigðra er dæmi af sama meiði. Fjölmenningarsamfélög geta skapað mikla spennu og óöryggi vegna þess að fjarlægð er á milli fólks. Áður fyrr var Ísland afar einsleitt(homogen) samfélag. Sama tungumál, nánas engar mállýskur, fámenni sem skapaði órormlega samskiptahætti, óblíð og hörð náttúra þar sem oft reyndi á samstöðu, tiltölulega mikill hreyfanleiki milli stétta, þjóðerniskennd sem tengist tungumáli og menningu öðru fremur. Þannig má lengi telja. Nú er þetta samfélag að breytast mjög hratt og það getur kallað á ofsafengin viðbrögð. Í nýrri grein lýsir Margrét Tryggvadóttir nokkrum dæmum um viðhorf sem er fjandsamleg útlendingum og sem finna má hjá nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins. Augljóst er að slík viðhorf er einnig að finna í öðrum flokkum. Fjölmörg ummæli Vigdísar Hauksdóttur. þingmanns, benda til slíkra viðhorfa. Svipuð ummæli má finna hjá Silju Dögg Gunnarsdóttur, Einari Ásmundi Daðasyni og Frosta Sigurjónssyni. SDG lagði eitt sinn fram fyrirspurnir á Alþingi sem benda til slíkra viðhorfa. það er rétt að halda því til haga að fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi sendi frá sér ályktun þar sem varað er við orðræðu sem tengir útlendinga við afbrot og sjúkdóma. Það er mikilvægt í þessu máli að allir haldi vöku sinni. Lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfsagður, sjálfgefinn hlutur.Það kennir sagan okkur. Við þurfum og verðum að berjast fyrir umburðarlyndi, mannréttindum og lýðræði.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar