Stríð gegn jólunum?

Kristin trúarhátið gæti einkennst af auðmýkt, bænum, hógværð og náungakærleika. En þetta er ekki sýn stórfyrirtækja. Jólin eru markaðstækifæri og það ber að nýta. Risarnir í kvikmyndagerð framleiða hverja jólamyndina á fætur annarri. Hver jól hafa sína óskagjöf. Það er raunverulegt stríð gegn kristnum anda jólanna og það er háð vegna hagnaðar stórfyrirtækja.  það eru undarlegar mótsagnir. Jesus kom í heiminn til að frelsa alla menn einnig þá sem eru fátækir og veikir. Kristinn boðskapur hafnar auðsöfnun og mammonsdýrkun. Þeir sem fjárfesta í jólaviðskiptum hafa líklega allir heyrt líkinguna um úlfaldann og nálaraugað. Neysluhyggja og efnishyggja; er kristin þjóð sátt við að þetta einkenni jólahátíðina? Valda-og eignastétt samfélagsins er í undarlegri mótsögn. Í orði kveðnu vill hún viðhalda kristnu formi jólanna og varðveita jólasiði og jólavenjur. Hins vegar hagnast hún á því að markaðssetja jólin. Siðferðilegur grunnur jólanna er að þynnast. Helgirit auðsöfnunar eru hin raunverulegu rit samfélagsins. Ýmis ummæli Frans páfa hafa vakið athygli og vakið von einhverra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband