21.12.2013 | 09:05
Stríð gegn jólunum?
Kristin trúarhátið gæti einkennst af auðmýkt, bænum, hógværð og náungakærleika. En þetta er ekki sýn stórfyrirtækja. Jólin eru markaðstækifæri og það ber að nýta. Risarnir í kvikmyndagerð framleiða hverja jólamyndina á fætur annarri. Hver jól hafa sína óskagjöf. Það er raunverulegt stríð gegn kristnum anda jólanna og það er háð vegna hagnaðar stórfyrirtækja. það eru undarlegar mótsagnir. Jesus kom í heiminn til að frelsa alla menn einnig þá sem eru fátækir og veikir. Kristinn boðskapur hafnar auðsöfnun og mammonsdýrkun. Þeir sem fjárfesta í jólaviðskiptum hafa líklega allir heyrt líkinguna um úlfaldann og nálaraugað. Neysluhyggja og efnishyggja; er kristin þjóð sátt við að þetta einkenni jólahátíðina? Valda-og eignastétt samfélagsins er í undarlegri mótsögn. Í orði kveðnu vill hún viðhalda kristnu formi jólanna og varðveita jólasiði og jólavenjur. Hins vegar hagnast hún á því að markaðssetja jólin. Siðferðilegur grunnur jólanna er að þynnast. Helgirit auðsöfnunar eru hin raunverulegu rit samfélagsins. Ýmis ummæli Frans páfa hafa vakið athygli og vakið von einhverra.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar