21.12.2013 | 12:02
Var Jesus pólitískur uppreisnarmaður?
Reza Aslan er bandarískur trúarbragðasagnfræðingur og prófessor við University of Calefornia , Riverside. Á þessu ári kom út bók eftir hann sem heitir : Zealot. The life and time of Jesus of Nazareth. Viðtal Fox fréttastofunnar við Aslan vakti mikla athygli á sínum tíma. Í raun og veru er merkilegt að nokkuð sé vitað um Jesus ritar Aslan þegar litið er nánast algjöran skort á frumheimildum um ævi Jesus. Nú er flókið mál að gera grein fyrir heimildargildi guðspjallanna enda eru þau ekki sagnfræðirit. Sagnfræðingarnir Tacticus, Josefus og Plinius yngri minnast allir á Jesus og það er 60 árum eftir að atburðirnir gerðust. I þeirra ritum er Jesus einn af mörgum trúarleiðtogum sem eru dæmdir og teknir af lífi. Í margar aldir hafa guðspjöllin verið túlkuð og hugmyndir manna um Jesus hafa breyst og þróast. Í meginatriðum eru þær sjö; Jesus var pólitískur byltingamaður, hann bjó yfir yfirnáttúrulegum lækningamætti, hann var leiðtogi með náðargáfu, hann var rabbíi, hann tilheyrði ákveðinni hefð farísea og hann var spámaður sem boðaði heimsslit og komu guðsríkis. Aslan heldur því fram að Jesus hafi verið pólitískur byltingarmaður knúinn áfram af trúarhugmyndum. Hann hafi fylgt hinu gyðinglega lögmáli og lifað meinlætalífi. Jesus ógnaði þeim sem stjórnuðu musterinu og hann ógnar um leið rómverskum yfirráðum. Frásagnir guðspjallanna hafa höfðað til fólks í margar aldir og snert hjörtu þess. Jesus er svikinn, niðurlægður og krossfestur. Trúarupplifun er einnig sögulegur veruleika en um þann þátt fjallar bók Reza Aslan ekki. (Klassekampen).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar