Stóra glærusýningin mistókst; hvað varð um heimsmetið?

Búið var að tillkynna um heimsmet í skuldaleiðréttingum. Nefnd undir formennsku stærðfræðidoktors fékk það hlutverk að útfæra hugmyndir. Seint og um síðir var skýrslu skilað og mikil sýning var sett á svið. Spunameistarar og almannatenglar höfðu unnið baki brotnu. Ráðherrar fluttu stutt ávörp. Stærðfræðidoktorinn hélt mikla og flotta glærusýningu.Glærurnar voru flottar. Dæmin voru líka flott en það vantaði innihald og það sem mestu máli skipti; fjármagn.Upphófust nú miklir útreikningar vítt og breitt um þjóðfélagið. 300 milljarðar urðu skyndilega 60 milljarðar. Heimilin í landinu urðu skyndilega útvalin heimili. Og hver er nú niðurstaðan? Kjósendur láta sér fátt um finnast skv nýjustu skoðanakönnun Gallup. Helsta breytingin er að Píratar(sic) bæta við sig 2%! Eftir heimsmetið er stjórnin með 48% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi. Framsókn er nú 9% minna fylgi en hún fékk í kosningum. Hvernig væri nú að reyna aftur við heimsmet?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband