23.12.2013 | 10:30
Sinnir kirkjan trúarþörf manna?
Mannfræðin og sögurannsóknir sýna okkur að maðurinn hefur djúpa þörf fyrir hið yfirnáttúrulega og að skynja hið yfirskilvitlega í veruleikanum. Menn óttast æðri mátt og það sem er fyrir handan. Hefðir krikjunnar eru hins vegar kaldar og sérteknar. Þær virðast ekki snerta fólk. Alls konar hjátrú er hluti af daglegu lífi fólks og lifir góðu lífi þrátt fyrir upplýsingu og vísindi.( 7, 9, 13, og svartir kettir, hæð númer 13,,,) Málverk seljast á stjarnfræðilegar upphæðir, norskar prinsessur reka skóla sem kenna fólki að tala við engla en krikjusókn minnkar. Hjá kaþólikkum er trúarþörfinni sinnt á myndrænni og nærtækari hátt en hjá mótmælendum. Maríudýrkun og messuformið benda til þess. Guðfræðin er þurr og fjarlæg daglegu lífi fólks. Guð kristinna manna er illskiljanlegur; hann er einn og þríeinn, allsstaðar og eilífur og almáttugur. Og hann er lika kærleikur. Skapari tíma og rúms. Stór hluti Íslendinga veit lítið um kenningar Þjóðkirkjunnar. Í Buddadómi er enginn guð en Búdda sjálfur verður þá guð á sama hátt og María guðsmóðir er tilbeðin hjá kaþólikkum. Kirkjur eru skipulagðar stofnanir að hætti regluveldis. Þær eru ekki helsti eða besti vettvangur trúarreynslu og trúarlegrar upplifunar. Jakki Michaels Jackson var sleginn á nærri 2000000 dollara 2011. Jakkinn er trúartákn eða blæti. Hann er talinn búa yfir töframætti. Tebolli sem Lady Gaga drakk úr á tónleikaferð til Japans seldist á 58000 evrur á online uppboði. Augun hafa mátt. Margir telja sig skynja augnaráð. Þetta á rót sína að rekja til miðalda. Til hliðar við krikjur og kenningar þeirra lifir margvísleg trú góðu lífi.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar