23.12.2013 | 19:04
Þýskaland: ríkisstjórnarflokkar deila um mansal og dvalarrétt.
Jafnaðarmenn og hægri flokkarnir deila nú um túlkun á stjórnarsáttmála. Fyrsta málið var um lágmarkslaun og hvort þau ættu að gilda án undantekninga. Annað málið snýst nú um rétt kvenna sem þvingaðar hafa verið til að stunda vændi til að dvelja í landinu eftir málsmeðferð og réttarhöld. Í stjórnarsáttmálanum segir að vernda eigi konur sem hafa orðið fórnarlömb mansals. Ung rússnesk kona hefur ekki séð ættjörð sína í mörg ár. Hún var seld til Þýskalands og þvinguð til að stunda vændi. Hún er tekin föst vegna ólöglegra skilríkja. Í fangelsi segir hún félagsráðgjöfum sögu sína. En fyrir rétti vill hún ekkert segja vegna ótta. Hún óttast um eigið líf eða öryggi fjölskyldu sinnar í Rússlandi. Ef konan segir ekki frá fyrir rétti og ber vitni er ekki hægt að ákæra þá sem seldu hana til Þýskalands. Konunni verður því að veita réttaröryggi og dvalarleyfi í Þýskalandi. Þetta verður að gilda fyrir þá sem standa utan ESB; þessi er skoðun lögfræðinga hjá stofnun um mannréttindi. Eva Högl sem er lögfræðingur og jafnaðarmaður segir að konan eigi að fá dvalarleyfi í Þýskalandi án þess að vitna fyrir rétti. Hans Peter Uhl úr flokki Merkel kanslara er þessu ekki sammála. Konan verði að taka virkan þátt í réttarhaldinu til að öðlast réttarvernd og dvalarleyfi. Flokkarnir takast á um öll atriði málsins. Er til nægilegt fjármagn til að sinna ráðgjöf fyrir konurnar? Vændiskonur sem hafa verið seldar mansali fá oft ekki nægjanlega læknisþjónustu. Þær hafa ekki rétt á að fá börn sín frá heimalandi sínu til Þýskalands. Konurnar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en einnig andlegu. Sagt er við þær: við vitum hvar börnin þín eru og hvar fjölskyldan býr.... Ef ofbeldisverkin koma til kasta dómstóla er konunum dæmdar skaðabætur. Í Hollandi er reglan sú að hafi hinn dæmdi ekki borgað inna 8 mánaða greiðir hið opinbera konunni. Upphæðin getur numið allt að 100000 evrum. Ákvörðun um þetta atriði er í höndum jafnaðarmanna.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar