Jólanóttin í þjóðsögum og þjóðtrú.

Það er algengt stef  í þjóðsögum að karl eða kona verði að dvelja ein á bænum á jólanóttu. Þá gátu álfar birtst eða huldufólk og haldið sín jól. Í Eyrbyggju birtast drukknaðir sjómenn á Fróðá og setjast að drykkju.  Það er einn hluti hinna mögnuðu Fróðárundra.Grettir glímdi við Glám hinn sænska á jólum. Þjóðsagnaminni  um álfkonu er tengt jólum. Þræði þjóðsögunnar má lýsa svona með einfölduðum hætti. Óþekkt kona kemur á sveitabæ og gerist vinnukona. Á jólum þegar allir ganga til messu er hún ein á bænum. Ef einhver er hjá henni deyr hann skömmu síðar. Hugrakkur maður njósnar um konuna. Hann sér hvar hún gengur inn í bjargið og er fagnað af álfum. Hildur álfadrottning, svo notað sé þekkt nafn,   dansar á jólanótt en hugrakka manninum tekst að ná í grip til sönnunar. Daginn eftir segir hann bónda alla söguna en álfadrottningin hverfur til álfheima og er laus úr álögum. Þessi söguþráður er til í margvíslegum breytilegum útgáfum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband