Stríðið í Sýrlandi heldur áfram; ofbeldi, hungur og kaldur vetur.

Stjórnarhermenn, uppreisnarmenn og islamistar berjast af miskunnarlausri hörku. Þótt athygli fjölmiðla heimsins beinist ekki að stríðsátökum breyti það ekki veruleika hinna stríðshrjáðu og þjáðu. Á síðustu vikum hefur stjórnarherinn gert árásir með þyrlum á borgina Aleppo. Sprengjurnar sem varpað er niður sprengja, kveikja í og dreifa málmbrotum um allt. Síðan 15. desember hafa 300 látist þar af mörg börn. Í Sýrlandi er háð blóðugt og grimmilegt borgarastríð. Að undanförnu hefur athygli heimsins beinst að efnavopnum og eyðingu þeirra. Það hefur engu breytt um gang stríðsins. Um stundarsakir hafði einræðisherran Assad betur í áróðurstríðinu. Eftir stríð í 34 mánuði er Assad enn við völd og verður það afar líklega áfram. Menn óttast óvissuna semtæki við ef hann léti af völdum. Í september munaði minnstu að Obama hefði fyrirskipað loftárásir á mikilvæg skotmörk stjórnarhersins. Nú er komin upp ný staða. Tvær hreyfingar berjast gegn stjórnarhernum; uppreisnarmenn sem studdir eru af Sádum og íslamistar sem njóta  stuðnings Qaida. Eitt skortir ekki í þessu stríði,þ.e. aðila sem útvega eða selja vopn.  Þrír stríðandi aðilar sem allir berjast gegn öllum. Engin bandalög. 22 milljónir sýrlendinga eru öðrum háðir um aðstoð. Um mat og lyf. 3 milljónir hafa flúið úr landi og 6 milljónir eru á flótta innanlands. Skólakerfi Sýrlands þótti bera af í arabískum heimi. Nú er það ekki lengur til. 4.8 milljónir barna ættu að vera í skóla en mikill meirihluti  gerir það ekki. Heil kynslóð er að glatast. Í héruðum Kúrda í norðaustur Írak hafa SÞ komið upp mikilli stöð með hjálpargögnum. Þaðan á að dreifa þeim til Sýrlands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband