25.12.2013 | 10:48
Hagfræðingar sem mærðu bankana á Íslandi og allir hinir.
Spádómsgáfa er takmörkuð auðlind og ætti þess vegna að vera mjög verðmæt. Mikið framboð er á spásögnum og hagspám. Hagdeildir bankanna, Seðlabankinn, hagdeild ASI og Hagstofan eru dæmi um aðila hér á landi sem setja fram hagspár með misjöfnum árangi. Af því að spár ganga venjulega ekki eftir að það auðveldur leikur að nota misheppnaðar spár gegn mönnum seinna. Vegna jólahátíðar munum við halda okkur við útlönd með dæmi. Í september 2007 sagði David Cameron(en hann varð stuttu seinna forsætisráðherra) í ræðu við LSE. " Hagkerfi heimsins er nú stöðugra en verið hefur í margar kynslóðir. Fjármálamarkaðir eru háþróaðir og nota sér nútíma hugmyndir". það sama ár sagði Lord King(bankastjóri Englandsbanka):"Það eru engir möguleikar á almennum samdrætti. kannski breytingar á einum ársfjórðungi en það er allt og sumt." Í október 2008 sagði Elísabet drottning Englands í ræðu við sama skóla og Cameron :"Hvers vegna sá enginn kreppuna kom?" Í september 2008 sagði Donald Luskin (eitt helsta gúrú í bandarískum fjárfestingaheimi)." Þeir sem halda því fram að kreppa sé framundan spinnur upp sínar eigin skilgreiningar á kreppu."Í júni 2007 sagði Gordon Brown( þá forsætisráðherra):" Ný gullöld blasir við City of London". Árið 2003 hélt Robert Lucas( einn helsti fulltrúi nýklassískrar hagfræði) ræðu á þingi samtaka bandarískra hagfræðinga. Hann sagði:"Öll mikilvæg vandamál varðandi það að koma í veg fyrir kreppu hafa verið leyst."(Michael Roberts Blog)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar