25.12.2013 | 14:12
Páfinn og nýfrjálshyggjan eða talsmenn ríka fólksins taka til varna.
Þýska stórblaðið Die Welt bendir á það að bankastarfsmenn séu líka manneskjur. Ekki eru allir ríkir hamingjusamir og heilsuhraustir og ekki eru allir fátækir góðir menn. Guð gerir ekki greinarmun á fólki. Það er ekki til hástétt, millistétt(sic) og lágstétt. Jesus sneri sér til þeirra sem voru hataðir og fyrirlitnir á hans dögum,tíma Rómarveldis. Hann talaði við fátæklinga, betlara, þræla og vændiskonur. Kristin kirkja hlýtur að gera það sama í samtímanum. Hún reynir vernda fátæklinga, innflytjendur, fanga og í mörgum löndum samkynhneigt fólk. Kirkjan skilur þá ekki eftir og yfirgefur en öll verðum við að ganga í gegnum hreinsunareldinn samkvæmt guðfræði kaþólskra. En hvað um bankamennina og hina ríku? Er þeim útskúfað? Í Hirðisbréfi sínu Evanigeli gaudium segir Frans páfi að félagslegt óréttlæti sé illskan kristölluð. Það er markaðskerfi segir páfinn sem þaggar niður í fátækum og en leyfir hinum ríku að lifa í lúxus í sálarró og án samviskubits eða samúðar með þeim sem minna hafa. Þetta kerfi er illskan komin til jarðarinnar. Þetta finnst þýska blaðinu Die Welt ekki gott. Hvernig er hægt að tengja hamingjuna eingöngu við efnahagslega afkömu. Blaðið tínir einnig til greinar í Nýja Testamentinu þar sem eign og hyggindi eru ekki fordæmd. Margir milljarðamæringar gefa miklar gjafir. Gaf ekki Bill Gates sem á kaþólska konu helming eigna sinna og styður þróunarstarf með miklum fjárframlögum? Hvað með Bono og alla hans tónleika?En eru gráðugur bankamenn illskan í sjálfu sér? Geta þeir ekki verið villuráfandi sálir og hugsanlega fundið sannleikann og kærleikann? Hverju skyldi Frans páfi svara? Guð elskar alla menn og allir menn hafa verið börn í huga guð. En mennirnir hafa frelsi og bera ábyrgð á eigin lífi. ---Sögulega séð hefur ávallt verið nokkur spenna milli ráðandi afla í markaðskerfinu og kaþólsku kirkjunnar. Siðfræði mótmælenda fellur mun betur að markaðskerfinu. Kenningar Kalvíns , svo dæmi sé tekið falla algerlega að markaðskerfinu. Auður og veraldleg velgegni eru vísbendingu um að viðkomandi sé útvalinn til eilífs lífs í himnaríki. Hann hefur orðið náðarvalsins aðnjótandi.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar