26.12.2013 | 12:14
Styrmir þvælist um í þoku á Evrópuvaktinni.
Styrmir má eiga það að hann er iðinn og samviskusamur þegar pólitísk skrif eru annars vegar. Hann skrifar og skrifar.Evrópuvaktin er pólitísk dagbók og minnisbók þar sem allt er skráð af nákvæmni bókhaldarans. Nú trúir Styrmir dagbók sinni fyrir því að stjórnarflokkarnir séu í sókn en stjórnarandstaðan á skipulagslegu(sic) undanlandi. Í draumheimi Styrmis gerist ýmislegt undarlegt. Á undanförnum vikum hefur þjóðin getað fylgst með því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir hafa bakkað í hverju málinu á fætur öðru; barnabætur og desemberuppbót til að gefa vísbendinu. Heimsmetið í skuldaleiðréttingu varð að annars flokks glærusýningu án innihalds. Greinilegur minnihluti kjósenda styður nú ríkisstjórnina samkvæmt Gallup. Fylgið er hrunið af framsókna og meirihluti Þingsflokks Framsóknar þegir þunnu hljóði á Alþingi í bókstaflegri merkingu. Meirihlutinn er með afbrigðum verklítill. Málaskrá þingfunda er tæmd á miðjum dögum og nefndafundir falla niður. Ónefndir þingmenn sjást varla í þinginu. Styrmir minnist á Evrópumálin en það er eins og nefna snöru í hengds manns húsi þar sem stjórnarflokkarnir eru. Sigmundur Davíð er einn í heiminum eins og Palli. Hann telur að ESB hafi slitið viðræðum og þeim sé formlega lokið. Birgir Ármannsson hefur andstæða skoðun. Ég treysti mér ekki til að útskýra hver er skoðun fyrrverandi ritstjóra skagfirska fréttablaðsins Feykis.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar