26.12.2013 | 17:07
Evrusvæðið 2014; hverjar eru hætturnar?
Wolfgang Münchau er pistlahöfundur í þýska tímaritinu Der Spiegel. Hann veltir fyrir sér þróuninni á næsta ári. Hann segir að kreppa evrunnar núna minni ákaflega mikið á ástandið í Evrópu síðustu mánuði fyrir fyrri heimsstyrjöld. Á síðasta fundi helstu ráðamanna helstu ESB fékk kanskari Þýskalands útrás fyrir reiði sína. Evran mun springa í loft upp ef hin löndin koma ekki skikki á efnahagsmál sín ; þetta á Merkel kanslari að hafa sagt. Hvað efnahagspólitík varðar lifum við á hættutímum ritar Wolfgang. Ef ekkert er gert mun verða slys með óheyrilegum og óútreiknanlegum kostnaði. Með mikilli einföldun má segja að það séu til tvær aðferðir við að greina núverandi kreppu. Íhaldsama aðferðin segir að það verði að tengja saman peninga-og fjármálastefnu. Um það verði að gilda strangar reglur. Gera verði raunmarkaði sveigjanlegri þannig að þar verði hægt að jafna út sveiflur og áföll. Þessa leið vill Merkel fara. Evrugreiningin segir að evrusvæðinu verði að breyta í pólitíska einingu eða heild. Þessi eining verði að hafa efnahagspólitískt fullveldi að einhverju marki, t.d. rétt til að hækka skatta og rétt il að taka lán. Báðar leiðir gefa tilefni til svartsýni. Frakkar, Spánverkar og Ítalir munu ekki breytast í Þjóðverja. Ekki hefur tekist að búa til einingu allra evrubanka (Bankunion). Bankar aðildarríkjanna eru sjálfstæðir. Meðan vandamálin eru ekki leyst dýpkar kreppan; verðhjöðnun er staðreynd í Grikklandi. Bankar halda að sér höndum og fyrirtæki taka ekki lán. Slík pólitísk stefna eða stefnuleysi býður skipbrot eða springur segir Wolfgang. Leið Merkle gagnast sumum löndum mjög vel; Austurríki, Hollandi og öðrum löndum sem hentar vel evra sem er sniðin að þýskum hagsmunum. Ítalía og Spánn eru ekki í þessum hópi. Merkel vill að önnur lönd beygi sig undir forræði Þýskalands, ritar Wolfgang. En Þýskaland vill ekki og getur ekki sögu sinnar vegna tekið pólitíska forystuhlutverk. Skipið rekur stjórnlaust, ritar Wolfgang.....
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar