Kína og arfleifð Maós.

Sidney Rittenberg er bandarískur málvísindamaður sem kynntist Maó formanni náið. Hann dvaldi í Kína frá 1944 til 1979. Hann kynntist kínverskum valdamönnum og var áberandi í opinberu lífi. Hann var tvisvar dæmdur til fangelsisvistar. Hann telur að USA hafi getað komist hjá því að heyja stríð í Kóreu og Vietnam ef diplómatiskt samband við Kína hefði verið nánara og betra. Rittenberg hitti Maó fyrst 1946 og þá kom í ljós að USA var eina ríkið sem Maó hreifst virkilega af. Hann hafði mikinn áhuga á að ræða við vinstrisinnaða bandaríkjamenn. Hann hafði mikinn áhuga á hugmyndum Jeffersons og taldi að lýðræði í hans anda gæti verið gott fyrir Kína. Seinna beindist áhugi Maós meir að hugmyndum Lenins. Rittenberg segir Maó hafa haft náðargáfu. Hann var pólitískur snillingur. Hann hafði mikla hæfileika til að greina og skilja flóknar þjóðfélagsaðstæður. Hann gat sett flókna pólitíska hugsun fram á myndræna, litríkan og alþýðlegan hátt. En hann var ekki mikill ræðumaður. Hann var alls enginn Fidel Castro. Maó var mikill samræðusnillingur. Það var enginn ótti eða þvingun þegar hann ræddi flókin mál. Maó hafði að mati Rittenberg afburðahæfileika sem hermaður og skæruliði. 1949 lýsir Maó yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Á næstu árum eru gerðar mikilvægar umbætur. Vinnudagur er styttur, menntamenn fá vinnu, vændi er útrýmt, opíum er útrýmt, konur fá jafnan rétt og karlar,,,,, samyrkjubúskapur hefst og  gengur vel í nokkur ár. 1955 fer að ganga illa.  Samyrkjubúin eru sameinuð í stærri heildir og landið verður ekki lengur eign bændanna. Þetta hafði þær afleiðingar að framleiðsla á mann staðnaði og minnkaði síðan. Deng Xiaoping vatt síðan ofan af þessu kerfi. Völd hafa undarleg áhrif. Fyrir valdatöku kommúnista varaði Maó stöðugt við spillandi áhrifum valdsins. 1968 virðist Maó vera kominn á þá skoðun að Kína þarfnist nútímalegs keisara sem muni leiða hina afar fjölmennu bændaþjóð. Rauða kverið varð að trúarriti fyrir milljónir Kínverja. Maó er á öllum peningaseðlum í Kína í dag. Risastór mynd er á torgi Hins himneska friðar. Bandaríkjamenn heiðra minningu Georg Washington. Maó stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Hann sameinaði þjóðina. Kínverjar heiðra minningu hans. (The Atlantic).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband