27.12.2013 | 08:18
Jón Gnarr í der Spiegel ; Herra Fyndinn er borgarstjóri í Reykjavík.
Getur skemmtikraftur stjórnað borg? Í kosningabaráttnni lofaði Jón að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og ókeypis handklæði í allar sundlaugar og hann vildi lAlþingi án fíkniefna. Eftir 3 ár lítur Jón Gnarr til baka og metur stöðunga segir þýska tímaritið. Sumarið 2010 var fyrrverandi pönktónlistarmaður og leigubílstjóri kosinn borgarstjóri. 35% studdu hann. Jón segist hlæjandi hafa lofað að svíkja öll sín kosningaloforð. Það er gagnrýni á fulltrúalýðræðið. Loforð í kosningabaráttu en að lokum finnst kjósendum þeir hafi verið sviknir; þannig er kerfið. Besti flokkurinn var mótmæli og kjósendur refsuðu gömlu flokkunum með því að kjósa okkur. En eftir kosningarnar var Besti flokkurinn vel til þess hæfur að stjórna borginni og í dag höfum við mikinn stuðning hjá kjósendum. Blaðakonan bendir á að Jón Gnarr noti Twitter og Facebook mjög mikið. Bætur það samskiptin við kjósendur?Það skiptir öllu hvað sagt er og hvernig. Fólk vill fáar setningar, kjarna málsins í örstuttu máli. Jón Gnarr á 80000 vini á Facebook. Tæknilega er hægt að ná til allrar þjóðarinnar með þeim miðli. Það er bara gamalt fólk sem les langar greinar í dagblöðum. Fjölmiðlum á Íslandi er stjórnað af valdaklíkum sem ákveða fréttirnar og umræðuna. Besti flokkurinn verður til vegna fjármálakreppunnar; gjaldþrota viðskiptabankar og skuldir sem námu 5 milljörðum evra. Blaðakonan spyr hvort Besti flokkurinn hafi bjargað höfuðborginni.Tilkoma Besta flokksins er grundvallaratriði fyrir endurreisn borgarinnar eftir hrunið segir Jón. Flokkurinn kom með lýðræðislegt inngrip í pólitískt kerfi sem virkaði ekki. En nú er þessu verkefni lokið. Í stjórnmálum verður maður að vinna með fólki sem þú myndir aldrei velja sem félaga eða vini. Nú er þessu lokið segir Jón Gnarr. En þú minnkaðir fjárframlög til tónlistarskólanna og ákvarðanir borgaryfirvalda leiddu til uppsagna 60 starfsmanna Orkuveitunnar segir blaðakonan. Þetta voru erfiðar pólitískar ákvarðanir en óhjákvæmilegar. Ég hitti bálreiða foreldra; það var erfitt. Ég vildi gera menningarbyltingu á Íslandi. Breyta pólitískri menningu; við eigum að vera meðvituð um menningu okkar og bókmenntir. Við eigum að varðveita náttúruna. Ísland á að vera land friðar án vopna. Hér eiga ofsóttir flóttamenn að geta komið og fundið frið. Blaðakonan spyr: hvenær vaknaðir þú uppúr dagdraumunum? Jón Gnarr hlær; ég áttaði mig því að mörgum er það mikilvægt að finna olíu, byggja álver og koma hjólum atvinnulífsins af stað. 2011 komu þýskir Píratar í heimsókn. Hvað gastu ráðlagt þeim? Stjórnmál eru miskunnarlaus leikur , segir Jón. Fólk lætur sem þú sért ekki til, það virðir þig ekki, það kemur fram við þig á ruddalegan hátt og stundum er ofbeldi beitt. Menn misskilja þig viljandi og orð eru slitin úr samhengi. Þetta er þreytandi og kostar mikla orku. En öllu þessu er hægt að mæta með gleði og jákvæðu hugarfari. (Blaðamaður Spiegel heitir Vera Kämper)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar