Kína verður stærsta hagkerfi heims 2028.

Breska rannsóknarstofnunin og hugveitan CEBR hefur sett fram nýja spá um þróun efnahagsmála í 30 löndum á næstu áratugum. Spáin felur í sér mat á framtíðarþróun og innbyrðis afstöðu landanna.  Því hefur alllengi verið spáð að Kína muni fara framúr USA. Áður hafði stofnunin spáð því að þetta myndi gerast 2022.  Nú er spáin sú að 2028 verði Indland þriðja stærsta hagkerfið í stað Japans. Braselía mun verða 5ta stærsta hagkerfið 2023 og fara bæði framúr Þýskalandi og Bretlandi. Samkvæmt spánni mun Bretland verða 3% minna en Þýskaland 2028 og verða stærri í kringum 2030. Fólksfjölgun er tiltölulega hröð í Bretlandi og landi ekki jafn tengt kreppu evrusvæðisins og Þýskaland. Bæði Þýskaland og Bretland eru hins vegar á niðurleið á topp 30 listanum. Lítill hagvöxtur og hækkandi meðalaldur kemur sér illa fyrir mörg lönd Evrópu þar á meðal Þýskaland. Í þessari spá er gert ráð fyrir að evrusamstarfið haldi. Ef ekki verður hagur Þýskalands talsvert betri og með þýskt mark mun Bretland aldrei ná Þýskaladi segir í spá hugveitunnar.  Í ár gerðist það að Rússland tók við áttunda sæti af Ítalíu en þar er djúp kreppa. 2028 mun Mexíkó verða komið í níunda sæti. Spáin varðandi Noreg er athyglisverð. Árið 2012 var landið í 23ða sæti. Hugveitan spáir lækkandi verði á olíu og minnkandi framleiðslu. Árið 2028 verður Noregur samkvæmt því í 34. sæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband