28.12.2013 | 07:39
Gjaldþrot, köfur en engar eignir? Framhaldslíf peninga í skattaskjólum?
Samkvæmt Morgunblaðinu var einkahlutafélagið Skildingur(sic)ehf úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lýstar kröfur voru 2.6 milljarðar en engar eignir. Félagið mun hafa farið illa út úr bankahruninu 2008. Þá varð eigið fé neikvætt um 803 milljónir króna.Eftir sem áður var svigrúm til að greiða út umtalsverðan arð fyrir árið 2007 samkvæmt því sem sama heimild greindi frá á þeim tíma.
Meira af gjaldþrotum. Fjárfestingarélagið Stapi varð gjaldþrota. Kröfur námu 30.2 milljörðum en engar eignir fundust í þrotabúina. Stapi varð til við endurskipulagningu Gnúps. Á blómaskeiði Gnúps átti það stóran hlut í Fl group og Kaupingi.
Gamanmál í lokin. Hlutafélag er tæki sem skilar eignendum hagnaði án þess að þeir beri nokkurn tíma persónulega ábyrgð. Hlutafélag hefur þann eiginleika að það getur stofnað annað hlutafélag þannig að takmörkuð ábyrgð verður enn takmarkaðri. Hægt er að stofna keðju hlutafélaga og síðasti hluti keðjunnar er hamingjusamlega fyrirkomið í skattaskjóli. Nú er hægt að dreifa eignum og skuldum í hlutafélagakeðjunni þannig að eignir séu á einum stað og skuldir á öðrum.
Góð frétt í lokin og að þessu sinni er heimildin Baggalútur. Í fréttinni segir að eign hafi fundist í þrotabúi og hafi það komið slitastjórn í opna skjöldu. Um var að ræða vasaeikni sem lítið hafði verið notaður.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar