28.12.2013 | 10:00
Viðskipti Grænlands og Íslands. Ný tækiæri?
Nú er nokkuð um liðið síðan Eiríkur rauði bjó í Brattahlíð. Heiðið var fólk á Grænlandi í þann tíma segir í Grænlendingasögu. Nálægt okkur í tíma er útbreiðsla skáklistarinnar á Grænlandi sem Hrafn Jökulsson og félagar hafa staðið fyrir. Mikið framboð er á spámönnum um þróun Norðurslóða og enn meiri er áhugi ríkra þjóða og voldurga á auðlindum Norðurslóða. Sjávarklasinn( sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftendri starfssemi) sendi frá sér greiningu um miðjan mánuðinn á þremur blaðsíðum. Þar er bent á mikil umsvif íslenskra fyrirtækja á Grænlandi og mikla aukningu á viðskiptum landanna á síðasta áratug. Er hvatt til þess að löndin geri með sér fríverslunarsamning svipaðan þeim sem Ísland gerði við Færeyjar. Nú er hugsanlegt að siglingaleiðir opnist yfir Norurskautið og aðgengi að náttúruauðlindum verði mun betra. Á Grænlandi eru fyrirsjáanlegar miklar fjárfestingar í námugreftri, olíuvinnsli, ál og raforkuverum. Innviði skortir og ísland hefur góða möguleika að þjónusta grænlendinga. Árið 2012 var útflutningur til Grænlands 2.6 milljarðar. 85% af innfluttum vörum til Grænlands koma frá Danmörku. Dönsk skipafélög hafa einkaleyfi til ársins 2022. Hoyvíkursamningurinn milli íslands og Færeyja gæti orðið að fríverslunarsamningi vill Grænlands og Íslands. Samkvæmt upplýsingum hagstofunnar var útflutningur til Grænlands 1.9 milljarðar það sem af er þessu ári. Útflutningur til Færeyja var 5.6 milljarðar. Útflutningur til bretlands var 46 milljarðar. útflutningur til Þýskalanda var 64 milljarðar. Útflutningur til USA var 23 milljarðar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar