28.12.2013 | 22:43
Átak gegn skattsvikum; hvers vegna er þörf á því?
Ferðaþjónustan er ört vaxandi grein og einstaklingsfrumkvæðið ræður ríkjum. það eru margir sem hlaupa til og vilja fá bita af ört stækkandi köku. Gullgrafarastemming svífur yfir vötnunum. Mikil eftirspurn er eftir gistirými og margir breyta íbúðarhúsnæði sínu í gistirými. Í Eyjum flytja sumir uppá land yfir Þjóðhátið og leigja hús sín. Fyrir hvern og einn einstakling eru upphæðir etv ekki stórar og ekki er víst að allar rati inná skattaskýrslur. Í sumar og haust hafa starfsmenn ríkisskattstjóra skoðað bókhald yfir 700 fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríkisskattstjóri vill gera gott úr málinu. Hann segir að í langflestum tilfellum hafi um trassaskap og vankunnáttu verið að ræða. Sumir hafi ekki vitað að þeir þyrftu að halda bókhald. Þetta virðist sérstaklega langsótt. Er hægt að reka ferðaþjónustufyrirtæki og vera á atvinnuleysisbótum og vita ekki að halda þurfi bókhald? Hverjum í ósköpunum er ætlað að trúa þessu? Viðleitni Ríkisskattstjóra er hins vegar virðingarverð. Á undarförnum árum hefur oft verið reynt að meta heildarumfang skattsvika. Tölur á bilinu 4%-7% af landsframleiðslu hafa verið nefndar. Landsframleiðsla 2012 var rúmlega 1700 milljarðar. Samkvæmt því er heildarumfang skattsvika á bilinu 68 Milljarðar til 119 milljarðar. Samkvæmt skýrslu sem samnin var 2004 var umfang skattsvika á bilinu 24-35 milljarðar á verðlagi þess árs. En við hugsum okkur öll viðskipti á einu ári þá eru 5 viðskipti af hverju hundrað skattsvikaviðskipti. Stundum er því haldið fram að skattbyrði sé helsta orsök skattsvika. Hugsanlega skiptir skattalegt siðferði meira máli. Finnst fólki almennt að skattkerfið sé sanngjarnt? Finnst fólki vit í útgjöldum ríkisins? Sá sem brýtur lög verður að gera ráð fyrir refsingu ef (nota bene) eftirlitið er í lagi og verulegar líkur á því að upp um hann komist. Ef eftirlitið er veikt er búið að gefa grænt ljós. Ef refsingar eru vægar er líka búið að gefa grænt ljós. Fyrir hvern einstakling má búa til einfalda formúlu: ávinningur af skattsvikum =undanþeginn skattur mínus viðurlög sinnum líkur á að upp komist um skattsvik. Ef viðurlög eru lág og líkur litlar verður freistingin mikil.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar