Hanna Birna og Össur eru sammála um mikilvægi afnáms gjaldeyrishafta.

Hanna Birna lifir í eigin heimi. Sá heimur er heimur flaums innihaldslausra orða. Hún fór með íhaldstrúatjatningu margoft í þættinum á Sprengisandi í morgun. Engin rök bara reynt að kjafta viðmælandann í kaf. það tókst næstum.  Uppnefni sín og viðurnefni hefur Hanna Birna ekki fengið að ástæðulausu.Hanna Birna tekur ekki rökum. Hún segir t.d. að skattalækkanir fyrir millitekjuhópa komi lágtekjufólki fyrst og fremst til góða. Sömu klísjurnar eru enduteknar æ ogan í æ. Gamla brauðbylsukenningin í nýju formi. Hanna Birna er rökksöm, hún hlær dátt og er hressileg.  Allt sem stjórnin gerir er til að efla kaupmátt í landinu; hver innihaldslaus frasinn á fætur öðrum. Hanna Birna virðist ekki skilja að það eru stuðningsmenn ESB aðildar innan hennar flokks. Hún virðist ekki skilja að það er ríkur vilji hjá kjósendum til að leiða þetta mikilvæga mál til lykta með kosningum um samning eða það sem er einnig kostur að kjósa um áframhald viðræðna. Hún er sammála Össuri í því að afnám gjaldeyrishafta sé mikilvægasta málið.En hvað á að gera í atvinnumáli? Hanna Birna kom ekki með nein dæmi um nýsköpun eða fjölbreytni í atvinulífi. Eðlilegt enda aðhyllist hún lassez faire; snillingarnir í atvinnulífinu eiga að fá að vera í friði og borga lága skatta. Hún vitnar í SA máli sínu til stuðnings. Það auðveldar málin; þeir segja alltaf það sama.  Össur nefndi það að mikilvægt væri að mynda víðtæka sáttum afnám gjaldeyrishafta. Á næstu árum á Ísland marga möguleika en með höftum verður ekkert gerð. Þróunin á Norðurslóðum og hugsanleg ólíuleit lofa góðu. En með höft á fjármagnsflutningum gerist lítið. Niðurstaða: Hanna Birna talaði 85% af tímanum og Össur 15%. Stjórnandi komst aldrei að og saknaði hans enginn. Efnislega kom ekkert nýtt fram í þessum umræðum. Skemmtigildi í slöku meðallagi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband