Hátekjuskattur Hollande staðfestur af stjórnarskrárráði Frakklands.

Skatturinn er 75% á háar tekjur og var afar umdeildur. Einstaklingur með milljón evra í árstekjur borgar þennan skatt. Þessi skattlagning var eitt af helstu baráttumálum Hollande í kosningabaráttunni gegn Sarkosky. Ýmsir frammámenn í atvinnulífinu(eins og sagt er) mótmæltu þessum háa skatti og töldu að auðugir einstaklingar myndu flytja úr landi til að losna við skattinn.  Ríkisstjórn Hollande breytti fyrirkomulagi skattsins eftir að lögunum hafði verið hafnað af stjórnarskrárráðinu. Nú eru lögin þannig að fyrirtæki sem borga einstaklingum hærri laun en milljón evra borga skattinn. Þessi breyting hlaut náð fyrir augum ráðsins. Fyrirtækin borga 50% af háum launum vegna skattsins en vegna annarra gjalda og skatta fer hlutallið uppí 75%. Skatturinn er fyrst og síðast pólitískur og táknrænn. Hinir ríku eiga að taka þátt í að bera byrðarnar eftir kreppuna 2008. Heildarskatttekjur munu ekki verða miklar en Hollande forseti segir að þetta sé hvatning til fyrirtækja til að leggja af ofurlaun. Knattspyrnufélög verða nú að fara að huga að stjörnum sínum. heildarskatthlutfall er nú orðið 46% af vergri landsframleiðslu sem er mikið á alþjóðlegan mælikvarða. Atvinnuleysi er nú 11%. Rúmar 3 milljónir Frakka eru atvinnulausir. Stjórn Hollande leggur allt kapp á að lækka þessa tölu, m.a. með tímabundinni opinberi niðurgreiðslu á launakostnaði. Leikarinn Depardieu sem er einn af helstu kvikmyndaleikurum þjóðarinnar dvelur nú í Moskvu. Af honum birtast reglulega fréttir í rússneskum blöðum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband