Lettland hluti af evrusvæðinu 1.1. 2014.

Lettland er 18. ríkið til að ganga í myntbandalagið.Lettar eru rúmar tvær milljónir og hagkerfi þeirra er 0.3 % af hagkerfi evrusvæðisins. Lettland er því smáríki en stærðin segir ekki alla söguna. Áður var Lettland á áhrifsvæði Sovétríkjanna og Rússland er og verður nágranni. Stórir og fyrirferðamiklir nágrannar geta verið erfiðir. Gjaldmiðilinn heitir enn lats og í mörg ár hefur hann verið beintengdur evrunni. Lettland gekk í ESB 2004 og Nató sama ár. Lettar brugðust við fjármálakreppunni 2008 með miklum niðurskurði og lækkun launa. Laun í opinbera geiranum voru lækkuð um 20%. Lettar hafa ekki farið þá leið að fella gengi latsins. Landið er ekki ríkt en það mun standa sig í samkeppni. það er reiðubúið aðganga í evrusvæðið. Vandinn er að evrusvæðið er ekki tilbúið fyrir Lettland. Sérstakt ráð stýrir Evrópska Seðlabankanum (EZB). 23 lönd eiga fulltrúa í ráðinu og hver fulltrúi hefur eitt atkvæði. Bankastjóri Seðlabanka Lettlands verður nú fulltrúi númer 24. Hann er tæplega fimmtugur hagfræðingur og menntaður í USA. Þjóðverjum líst vel á þetta. Nú verður hægt að styrkja Norðurbandalagið gegn Suðurbandalaginu í líkingum talað. Í ráðinu takast á ólíkir hagsmunir og EZB virðist vanbúinn að takast á við mikinn vanda evrusvæðisins. Bankakerfi ESB er ólíkt því bandaríska. FED hefur mikil völd og hann þarf ekki að deila því með mörgum öðrum bönkum. Í Lettlandi er atvinnuleysi 14% og samkvæmt upplýsingum Eurostat lifir 20% Letta í fátækt eða í hættu á að verða fátækur. Lettar eru 62% af íbúum landsins og Rússar 27%. Hvítrússar eru rúm 3%. 38% af íbúum landsins eru því af mismunandi minnihlutahópum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband