30.12.2013 | 10:52
Þýskaland 2014; horfur í efnahagsmálum eru góðar.
Það er ákaflega margt sem bendir til þess að uppsveifla geti orðið á næsta ári. Vextir eru lágir vegna þess að erlent sparifé streymir til landsins. Það er talið öruggt að geyma peninga í Þýskalandi. Erlendir peningamenn kaupa þýsk skuldabréf á nánast núll vöxtum. Framboð á peningum til fjárfestinga verður þess vegna mikið. Efnahagslega sterkt Þýskaland hefur sömu mynt og veikari ríki í Suður Evrópu. Ef evran veikist verður samkeppnisstaða Þýskalands enn betri. Spárnar eru góðar fréttir fyrir samsteypustjórn hægriflokkanna og jafnaðarmanna. Laun ættu að hækka og þá skatttekjur hins opinbera. Stjórnin hefur sett fram fjárfestingaráætlun uppá 23 milljarða evra á næstu árum. Í kreppulöndum Evrópu liggur leiði einnig uppá við. Írland og Spánn hafa lokið þátttöku óg samstarfi við Björgunarsjóð ESB. Portúgal gæti gert það með vorinu. Grikkland og Kýpur eru enn verst sett. Ennþá er atvinnuleysi mikið í Þýskalandi en markaðslögmálin eru miskunarlaus. Fyrirtæki geta valið um staðsetningu á framleiðslustöðvun. Launakostnaður skiptir miklu. En auðvitað getur allt farið á verri veg. Öfgaflokkar gætu náð völdum í Grikklandi. Í nótt var ráðist á heimili þýska sendiherrans í Grikklandi með kalaschnikow byssu.Utanríkisráðherrann hefur motmælt þessu og segir ekkert réttlæta slíkt. 1999 var einnig ráðist á heimili sendiherrans en þá með skriðdrekavörpu (?)(Panzerfaust). Kannski springur skuldabólan í Kína, kannski lendir franskt hagkerfi aftur í niðursveiflu; það er erfitt að spá.....OECD hefur spáð því að evrusvæðið muni vinna sig uppúr erfiðleikunum en spáin fyrir Þýskaland er sérstaklega góð.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar