Mun hagvöxtur í USA vaxa árið 2014?

Það ríkir bjartsýni hjá bönkum og fjármálastofnunum bæði í Evrópu og Ameríku. Á næsta ári mun hagvöxtur aukast. Deutsche Bank spáir 3% hagvexti í USA á næsta ári og 3.8% árið 2015. Og vampíran sjálf Goldman Sachs er sama sinnis. 2014 verður ár hagvaxtar, einkaneysla vex og fjárfestingar sömuleiðis. Á 3ja ársfjórðungi í ár var hagvöxtur 4.1%. Þetta var hæsta tala í rúm tvö ár. Á þessu tímabili jukust birgðir mjög mikið. Fyrirtæki hafa keypt mikið af vörum frá birgjum en óvíst er hvort raunveruleg eftirspurn er til staðar. Á 3ja ársfjórðungi minnkaði einkaneysla eða útgjöld neytenda. Frá því sumarið 2009 hefur landsframleiðsla aukist um 10%. Útgjöld neytenda skýra 65% af þessum vexti. Nýbyggingar skýra 9%. Birgðaaukning skýrir 19%. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt. Hlutfall atvinnuleysis minnkar en aðallega vegna minnkandi atvinnuþátttöku.  Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16 til 24 hefur minnkað mikið. Skólarnir hafa það hlutverk að létta á vinnumarkaði. Margir þeirra sem eru í hlutastarfi hafa áhuga á fullu starfi en fá hvergi meiri vinnu. Í október urðu til 204000 ný störf en stærstur hluti þeirra eru láglaunastörf. 60% starfa sem hafa glatast í kreppunni síðan 2007 voru störf með meðallaunum en 58% nýrra starfa eru láglaunastörf. 25% vinnandi fólks í USA eru með 10 dollara eða minna á klukkutímann. Meðal raunlaun fara lækkandi. 5% á toppnum hafa hinsvegar hækkað laun sín um 8% síðan 2008. Hjá topp 20% hafa laun hækkað um 6%. Samkvæmt opinberum tölum lifa 15% bandaríkjamanna í fátækt. Allir mælikvarðar sýna að bilið milli ríkra og fátækra er að breikka. (framhald).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband