31.12.2013 | 02:04
Ari í Ögri og græðgin en engin duld.
Ari Magnússon fæddist 1571. Hann varð sýslumaður 1592 og sýslumaður var hann í 55 ár. Hann varð snemma einráður á Vestfjörðum og fékk viðurnefnið Vestfjarðakóngur. Hann eignaðist miklar jarðeignir og beitti ekki alltaf vönduðum vinnubrögðum við auðsöfnunina. Á 15.öld hófu Englendingar, Þjóðverjar og Hollendingar að sækja á Íslandsmið. Þeir stunduðu einnig verslun eða vöruskipti við Íslendinga en fóru ekki alltaf friðsamlega. Óttuðust af þeim sökum margir útlendingana. 1602 tekur einokunarverslun gildi. Magnús prúði, faðir Ara, samdi mikinn lagabálk 1581 um landvarnir gegn útlendu illþýði. Á þeim tíma báru Vestfirðingar vopn og gátu varið sig. Í byrjun 17. aldar hófu Baskar frá Norður-Spáni að sækja hingað til hvalveiða. 1615 urðu erjur milli hvalveiðimanna og íslenskra bænda norður á Ströndum. Nótt eina gerir mikið hvassviðri og þrjú skip Baska brotna. Í október 1615 var Ari með 50 vopnaða menn. Hann hafði fregnir af því að útlendingarnir hefðu ýmsar gersemar í fórum sínum. Lofaði hann mönnum hlutdeild í herfanginu. Urðu þá margir fúsir til fararinnar.Hann ákvað að ráðast á 18 eftirlifandi Baska og drepa þá. Útlendingarnir héldu þá til í Æðey. þegar Ari kemur að með lið sitt eru 5 menn í Æðey en 13 á Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þeir höfðu veitt hval á stolnum bát og dregið hann uppá eyrina. Útlendingarnir voru allir drepnir. Segir þá af herfanginu. Ari lýsir því yfir að allt herfangið sé eign konungsins. Herfangið skyldi flytja heim í Ögur. Ari fékk sín umboðslaun enda var hann dyggur og trúr umboðsmaður konungsins. Á Alþingi var síðar staðfest að Ari í Ögri hefði unnið landhreinsunarverk. Ari og Kristín kona hans létust 1652. Til er minningartafla sem máluð er 1650. Þar krjúpa hjónin við kross Krists og mætti ætla að þau hafi verið viðstödd krossfestinguna.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar