31.12.2013 | 09:00
Afbrot 2012 og 2013; hver er þróunin?
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér skýrslur um málið. Fyrst góðar fréttir innbrot á þessu ári voru þrefalt færri en þau voru 2009. (Ekki endanlegar tölur fyrir 2013). Að meðaltali eru nú framin rúmlega tvö innbrot á dag. Kynferðisbrotum fjölgar á árinu eða um 66% miðað við 2012. Tæplega 40% allra líkamsárása eiga sér stað í Miðborg Reykjavíkur. Það sem af er árinu hefur lögregla og tollgæsla lagt hald á 30 kíló af amfetamíni. Akstur undir áhrifum víns eða fíkniefna færðist í aukana. Það sem af eru árinu hafa orðið 362 slys í umferðinni eða um eitt á dag að meðaltali.
Fyrir árið 2012 eru til endalegar tölur. Eitt manndráp varð á árinu en 5 tilraunir til mannsdráps. Fíkniefnabrot voru samtals 1325. Fjölgun um 12% varð frá 2011. Ofbeldisbrot voru 757. 20354 einstaklingar voru kærðir fyrir brot af einhverju tagi. Kærðir einstaklingar eru 6.25% af þjóðinni. karlar voru 14654. Fyrir umferðarlagabrot voru 17196 kærðir. Af þeim voru konur 5158.
Afbrot vekja ótta. Konur, eldra fólk og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri en aðrir til að óttast afbrot. Þeir sem hafa fleiri prófgráður(lengri skólagöngu) óttast minna en þeir sem minni menntun hafa. Alþjóðlegar rannsóknir á öryggiskennd fólks hafa sýnt að hún er mjög mikil hér á landi. Bein eða óbein reynsla fólks af afbrotun virðist ekki hafa áhrif á öryggiskennd.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar