Hvað er evra? Stutt söguleg skýring.

Evran varð til 1999 sem rafrænn gjaldmiðill.  1.1.2002 voru seðlar og mynt settir í evrópska banka. Þetta var stórt skref fram á við í efnahagslegum samruna. 1957 var Efnahagsbandalag Evrópu stofnað. 1992 er í Maastrichtsáttmála kveðið á um sameiginlega mynt. Markmið með einum gjaldmiðli er að auka vrikni og hagkvæmni á evru svæðinu. Evran er notuð mjög víða utan evrusvæðisins sem de facto (raunverulegur) gjaldmiðill. Fjármálakreppan hefur sýnt fram á nokkra veikleika í uppbyggingu evrukerfisins. Þeir eru viðfangsefni stjórnmálamanna og embættismanna. En evran hefur margvíslega kosti. Hún eykur framboð og samkeppni á neysluvörumarkaði. Hún gerir öll viðskipti einfaldari og sparar margvíslegan kostnað á evrusvæðinu. Líklega eru 25% af evrum-seðlum og mynt- í umferð utan evrusvæðisins. Fyrir fyrirtækin þyðir evran lægri vexti og meiri fjárfestingar. Lágir og stöðugir vextir gera útreikning á langtímaarðsemi einfaldari. verðbólga hefur verið lág á evrusvæðinu eða um 2%. Það er mikil breyting frá því sem var á áttunda og níunda áratugnum. Áhætta vegna gengisbreytinga er nú úr sögunni. Evran er næstmikilvægasti gjaldmiðill heims á eftir dollara. 

Margvíslegar goðsagnir hafa verið búnar til evruna og þeim er stöðugt viðhaldið í pólitískri orðræðu. Ein er sú að evran stuðli að verðhækkunum. Önnur er sú að evran svipti ríki fullveldi. Sameiginlegur gjaldmiðill hlýtur að þýða ákveðna samræmingu í stenumótun.Við lifum á tímum alþjóðavæðingar, alþjóðlegs fjármalamarkaðar,  og  alþjóðslegs vinnumarkaðar. Alþjóðleg fjölþjóðleg fyrirtæki hafa mikil völd og oft meiri en meðalstór ríki. Fullveldi ríkja er því sögulega breytilegt og afstætt. Ríki geta aukið vald sitt með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Árið 2012 sendi Seðlabanki Íslands  frá sér skýrslu um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum. Skýrslan er ítarlegasta úttekt sem gerð hefur verið á þessum málum og er rúmlega 600 blaðsíður. Niðurstaða hennar að ef hugsunun sé sú að taka upp annan gjaldmiðil sé evran augljósasti kosturinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband