1.1.2014 | 01:22
Sænskur femínismi; paradís eða helvíti?
Sænskur femínismi hefur haft mikil mótandi áhrif í öðrum löndum. Nú telja ýmsir að áhrif hans innanlands séu að minnka. Norski rithöfundurinn Anna Holt kallað Svíþjóð femíniskt helvíti. Í jafnréttisumræðu skiptir orðræða miklu. Orðræðan verður að höfða til fólks og sameina það. Nú er orðræða sænskra femínista orðin of fræðileg eða akademísk. Ekki er hægt að breyta innri gerð samfélaga með því að breyta orðanotkun eða stöðu ákveðinna orða. Sænskir femínistar eru sem sagt mjög uppteknir af formgerð tungumálsins. Hugsanlega skýrir sögulegt dæmi úr öðru samhengi þetta. Þegar Pol Pot komst til valda í Kambódíu núllstillti hann tímatalið. Árið var núll. Kannski eru sænskir femínistar að gera það sama. Þeir vilja breyta þjóðfélaginu með tungumáli og menningu. En það er sjálfsagt að taka eindregna afstöðu í baráttunni fyrir launajafnrétti og mannréttindum. En allt er þetta umdeilanlegt. Femínismi hefur aldrei verið "mainstream". Feministik Initiativ er ekki í vinsældasamkeppni.Feminismi hefur alltaf verið í andstöðu við almennt ríkjandi viðhorf. Umæðan tekur á sig ýmsar myndir. Rætt er um skilnað sem valkost og það að velja barnleysi sem lífsstíl. Sænskir femínistar hafa beitt sér af mikilli hörku gegn Svíþjóðardemókrötum og þeir hafa andmælt rasískum viðhorfum. Kannski geta þeir enn verið fyrirmynd....(klassekampen).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar