1.1.2014 | 11:20
Áramótaávarp forsætisráðherra ; innihaldsgreining.
Ávarpið má lesa á vef Forsætisráðuneytis.
Innihald. Árið 2013 reyndist þjóðinni vel og nú getum við horft bjartsýn fram á veginn. Fyrir rúmu ári var óöryggi og svartsýni ríkjandi meðal þjóðarinnar. Í janúar 2013 vann "litla landið okkar"(sic) réttlátan sigur í átökum. Hér vakna ýmsar spurningar um orðalag. Þreföld Danmörk rúmast fyrir í litla landinu okkar. Grænland er risastór eyja en Ísland er lítil eyja. Andstæðingar okkar i þessum átökum voru stór erlend ríki og alþjóðastofnanir. Íslendingar höfðu fullan sigum og bar almenningi ekki að ábyrgjast "skuldir banka". Nú er aftur spurning um orðalag. ESA fór í mál gegn íslenska ríkinu vegna meintra brota á efnahagslöggjöf EES svæðisins. Málið sneri að innistæðutryggingarkerfinu. Til að einfalda mér málið ætla ég að gefa mér að SDG sé að tala um þetta. Ef segir SDG almenningur hefði þurft að áyrgjast "skuldir banka" þá hefði vaxtakostnaður orðið mikill þar sem engin erlend mynt var til (sic). En málstaður hinnar staðföstu "smáþjóðar" hafði betur. Nú er það litla landið og smáþjóðin. Ríki eru fjölmenn eins og Kína og fámenn eins og Ísland. Orðið smáþjóð er stundum notað og einnig smáþjóðaleikar. Önnur orð eru betri. Á næsta ári " er gert ráð fyrir" viðsnúningi í rekstri þjóðarbúsins. Mikilvægt er að efla fjárfestingar sem efla framtíðarmöguleika. Nú kemur erfiður kafli og loksins nær loddarinn sér á strik. Rétta á hlut "skuldsettra heimila". " Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður sem nemur allri þeirri óvæntu (sic) hækkun sem varð á árunum í kringum bankahrunið".(tilvitnun lýkur)Menn skyldu hugsa til þessarar setningar í pólitískum umræðum næstu vikna.SDG telur að öllum ætti að vera ljóst (sic)að kjarasamningarnir nú feli ekki í sér kjarabætur en myndi grundvöll kjarabóta. Á næsta ári verði hægt að bæta kjörin. Sérstaklega vill SDG bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Það er nú svo að þessi hluti ávarpsins hljómar eins og öfugmálavísa en lýðskrumarar láta ekki að sér hæða. SDG telur að þjóðin eigi hrós skilið fyrir það hvernig hún tókst á við hrunið og afleiðingar þess. Undir þessi ummæli má taka og SDG er ekki sá fyrsti sem setur þau fram. Hér hefði SDG getað aukið áhrif orðræðunar með því að benda á hliðstæður úr sögu þjóðarinnar en hann lét það tækifæri fram hjá sér fara. Hver svo sem skrifaði þetta ávarp hefur ekki vandað of mikið til verka. Hann minnist á afrek Anitu Hinriksdóttur og hér er bloggari í einu og öllu sammála því sem SDG segir. Hefðbundin lok á slíkum ávörpum er upplestur úr ljóöum stórskálda þjóðarinnar. Inngangur DSG að ljóðaþætti ávarpsins er að minnast á Ármann á Alþingi. Forsætisráðherra telur að Íslendingr eigi sér glæsta sögu sem við getum verið stolt af. Hann bendir réttilega á að menning okkar sé andlit okkar út á við. Af samhenginu virðist mega ráða að Íslendingar geti verið stoltir af því sem við höfum fram að færa á sviði menningar og lista. Það er reyndar sérkennilegt að forsætisráðherra skuli einskorða sig við þennan þátt. Steingrímur Hermannsson vitnaði gjarnan í Einar Benediktsson og það gerir SDG núna. Andi aldamótakynslóðarinnar svífur yfir vötnum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar