Forseti Íslands ávarpar þjóðina. Ófriðarbál eða samstaða?

Og hvað sagði nú forsetinn við þjóðina? Sögur og ljóð frá öllum öldum eru það sem hallir , kastalar og höfuðkirkjur eru öðrum þjóðum. Já, já, þetta hafa margir sagt en það verður ekki rétt þess vegna. Fjölmargar þjóðir eiga miðaldabókmenntir eins og við. Margar þjóðir eru ríkar af miðaldatónlist. Auk alls þessa eiga margar þjóðir hallir og kastala. Þær eiga vel varðveittar minjar frá tímum Rómarveldis en einnig bókmenntir. Við íslendingar eigum nokkur torfhús, bænhús og burstabæi en þeir eru mjög ungir í byggingasögunni. Á Sturlungaöld byggði höfðingjar virki kringum bæi sína til varnar. það gerði Snorri í Reykholti. Forsetinn hefur áhyggjur af ágreiningi vegna bankahrunsins. Nú telur hann nóg komið og vill leita sátta og samstöðu í stað þess að kasta sprekum á ófriðarbálið. Spreki merkir viðarbútur eða spýta. Spreki getur einnig merkt flyðra eða lúða. Sögnin að spreka þýðir að springa eða bresta. Forsetinn vill sem ekki bæða hafa bál og hávaða. Forsetinn telur að ný tækni net-og samélagsmiðla hafi opnað flóðgáttir illmælgi og haturs. Nú má minnast raka Samtaka bandarískra byssueigenda; Það eru menn sem drepa en ekki byssur. Fóstbræðrasaga er háð um hetjudýrkun og Gerpla er hvöss gagnrýni á ofbeldisdýrkun og stríðsmennsku. Forsetinn er nú þeirrar skoðunar að í netheimum séu til nútímalegir Þorgeir Hávarssynir sem höggvi saklausa menn sér ttil skemmtunar. Forsetinn rekur nú nokkur dæmi þess að samstaðan hafi reynst þjóðinni vel: mörg dæmi forsetans sýna að þóðin á að vera sameinuð gegn óvinveittu valdi en einngi notar hann dæmi af samstöðu innanlands sem skilað hefur árangri.Forsetinn tekur afar undarlega til orða þegar hann segir að málvenja(sic) skipti Alþingi í stjórn og stjórnarandstöðu. Hann telur að þingheimur vaxi af því að slíðra sverðin; það er nú það, öðru vísi mér áður brá. Skuldavandi heimila, fátækt og umbætur í skólakerfi ; hér þarf sátt kynslóðanna og þjóðarátak. En nú nær veruleikaskynjun forsetans yfirhöndinni: alltaf verða ágreiningsefni, tekist á um stefnur og strauma. En "hin litla þjóð"(sic) hefur sjálfstæði og traustan sess í samfélagi ríkja heimsins. Nú er ein blaðsíða eftir af 5 í ávarpi forsetans. Þessi blaðsíða er öll um málefni Norðurslóða en þau mál hafa verið forseta vorum mjög hugleikin eins og alþjóðlegum fréttastofum og fréttaveitum(t.d. Bloomberg) er vel kunnugt um. Forsetinn er eins og kunnugt er utanríkisráðherra á sviði þessa málaflokks. Aðrir utanríkisráðherrar eru forsætisráðherra og utanríkisráðherra en sérsvið hans eru IPA styrkir.  Í lok áramótaskaupsins voru talin upp þau atriði sem ekki var rúm fyrir í skaupinu. Margt var það sem Forsetinn talaði ekki um ; hann talaði ekki um aðildarviðræður Íslands og ESB og pólitíska stefnumótun um framtíðarstöðu landsins. Hann talaði ekkert um réttláta skiptingu þjóðartekna m.a. með tilliti til veiðileyfagjalds, hann talaði ekkert um það hættulega ástand sem er í heilbrigðisþjónustu landsins, hann varaði ekki við neikvæðum viðhorfum til útlendinga og stefnu landsins í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, hann talaði ekkert um það hvað  Íslendingar geta gert til að aðstoða þróunarlönd, hann talaði ekkert um íslenska náttúru og skyldur okkar við komandi kynslóðir, hann talaði ekkert um njósnir og friðhelgi einkalífsins. Málefnin er mörg, tíminn er skammur og vandinn að velja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband