Predikun biskups á Nýársdag í Dómkirkjunni. Hvert var innihaldið?

Áramótin minna okkur á að enginn stöðvar tímans þunga nið. Ég geri ráð fyrir að biskup sé að meina enginn maður en guð sem hefur skapað tímann getur að sjálfsögðu stöðvað hann. Nema hann hafi ákveðið að vera ekki almáttugur um stundarsakir. Átta daga frá fæðingu átti að umskers barn Maríu og Jósefs og var hann látinn heita Jesus eins og engilinn hafði nefnt hann áður en hann var getinn í móðurlífi. Kristin trú skiptist í margar kirkjur og kirkjudeildir eins og allir vita. Staða Maríu er þar af leiðandi mjög mismunandi. Mest er hún tilbeðin hjá rómversk kaþólskum mönnum. Í kirkjum mótmælenda er tilbeiðsla Maríu nánast engin. Luther réðst hart gegn þeirri skoðun að María væri einhvers konar himnadrotning eða að hún hefði stöðu á milli manna og guðs. Hjá Luther var María dæmi um kristilegan hreinleika og hógværð en ekki annað. Hjá mótmælendum er boðun Maríu enn frásögn af Maríu heldur er frásögnin af Jesus. Biskup minnist á björgunarsveitir og hjæalparstarf krikjunnar. Biskup lýsir einnig söfnun fyrir Landsspítalann sem fór fram í sóknum landsins. Það hefur oft komið fram að kirkjan ( hér Þjóðkrikjan) hefur hvergi mér vitanlega sett fram þjóðfélagskenningu líkt og t.d. rómversk kaþólska kirkjan. Það er hvergi hægt að lesa um heildstæða sýn krikjunnar á þjóðfélaginu.Á kirkjan að vera fleinn í holdi samfélagsins? Samviska þess sem gagnrýnir vanrækslu þess og syndir?Þetta eru grundvallaratriði. Auðvitað er það gott að styðja brýn verkefni enda eru ótrúlega mörg samtök sem gera það á Íslandi. Hvað þetta varðar er kirkjan ein af fjölmörgum.Grundvallaratriðið snýr hins vegar að skiptingu þjóðartekna í einkaneyslu og samneyslu og hlutverk velferðarkerfis. Þeirri spurningu verður kirkjan að svara. Biskupinn fer nú nokkrum orðum um traustið sem er eðlilegt. Traustið er eitt af því sem heldur samfélögum saman. Sumt er erfitt að skilja vegna þess hvernig það er sett fram. Tökum dæmi :"Margir fóru til dæmis í bankann til að taka út sparnað sinn sem ekki var lengur til staðar". Nú; fór fólk í banka en gat ekki tekið út sparnaðinn? Ríkisstjórn Geirs Haarde lýsti því yfir að ríkisvaldið tryggði allar innistæður hér á landi; hvað gerðist eiginlega? Það er eitt af grundvallaratriðum í mannlegum samskiptum að virða skoðanir annarra, segir biskup. Hér slær illilega út í fyrir biskupi. Allir hafa tjáningarfrelsi og rétt á því tjá skoðanir þinar. Ég er ósammála þér ritaði eitt sinn heimspekingur en ég skal deyja fyrir rétt þinn til að tjá skoðanir þínar. Hér hefur heimspekingurinn augljóslega rétt fyrir sér en biskup ekki. Það er siðferðilega ámælisvert að virða skoðanir sem sannanlega eru rangar. Við höfum öll margar og mismunandi skoðanir. Við skiptum um skoðun og skoðanir okkar breytast. Við reynum að sannfæra annað fólk og annað fólk reynir að sannfæra okkur. Það er hluti lýðræðis að taka þátt í þessum leik. Menn geta deilt hart og haft mismunandi skoðanir en verið góðir vinir. Orð biskups bera vott um barnaskap og líklega yfirborðsmennsku. Biskup telur margt ljótt í athugasemdakerfum á netinu og hvað þetta varðar er hún sammálaa forseta lýðveldsins. Biskupinn telur að hægt sé að búa til betra þjóðfélag með því að hver og einn breyti hugsun sinni. já, þeir sem stunda innhverfa íhugun segja þetta líka. Það er margt ljótt i íslenskri stjórnmálabaráttu og valdakerfi. Að sumu leiti eru stjórnmálin utan siðalögmála. Menn segja ekki satt, menn svikja hvern annan, menn fara á bak við hvern annað, menn sigla undir fölsku flaggi, það eru skipulagðar rógsherferðir, og svo framvegis.; sagnfæðingar og stjórnmálfræðingar geta nefnt fjölmörg dæmi um hvert og eitt. Skyldi biskupinn hafa jafnmiklar áhyggjur af þessu og ljótum ahugasemdum á netinu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband