2.1.2014 | 15:19
Bill de Blasio borgarstjóri: nýr Messías frá New York.
New York er borg andstæðna. Hún er borg auðs og örbirgðar. Í borginni búa búa 400000 milljónamæringar($) og 70 milljarðamæringar ($). M Bloomberg margfaldur milljarðamæringur stjórnaði borginni í 12 ár. Hann stjórnaði borginni eins og risafyrirtæki og með harðri hendi. 21% íbúa borgarinnar lifa í fátækt. Það eru 1.7 milljón manna. 12000 fjölskyldur með börn eru heimilislausar. En hvað vill nýkosinn borgarstjóri gera?hann vill lægri leigu, hærri skatta á ríkt fólk , hjálp fyrir ólöglega innflytjendur og menntun fyrir alla. Eitt er ljóst; andstæðingar hans munu berjast af krafti gegn þessu öllu. de Blasio setur markið hátt. Hann er fyrsti demókratinn sem verður borgarstjóri í New York í 20 ár.Vinstri sinnar í demókrataflokknum hvetja hann til að snúa sér að stjórnmálum á landsvísu. Daily Kos sem er stjórnmálabloggsíða gerði það meðal annarra. En þetta verður ekki léttur leikur fyrir nýja borgarstjóran. Wall Street er helsta lind skatttekna og fyrirtæki í byggingargeiranum munu ekki afhenda peningana sína mótstöðulaust. Kannski er nýji borgarstjórinn að breyta því sem liggur handan hans valds. Lögmál markaðarins búa sífellt til ofurríka og sárafátæka. Bill er giftur svartri konu sem heitir Chirlane McCray. Þau eiga eina dóttur og einn son.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar