Brynjar Níelsson flytur ræðu í messu.....

Þetta gerðist í Seltjarnarneskirkju fyrsta dag ársins. Brynjar telur Íslendinga í góðum málum og vitnar til orða þekktra drykkjumanna í þekktum sjónvarpsþætti. Það er eitthvað sem mótar menningu okkar, listsköpun, vísindi og lög. Þetta mótandi afl er ekki síst kristin trú og kristin arfleifð segir Brynjar. Nú, þegar talað er um flókin mál er gott að allar skilgreiningar séu á hreinu. Í mannfræði sem fjallar mest fræðigreina um menningu eru trúarbrögð mikilvægur þáttur menningar. þannig að líklega hefði Brynjar átt að segja að trúarbrögð hefðu mótandi á aðra þætti menningar. Það er mér engan veginn ljóst hvernig trúarbrögðin (eða kirkjur hvers tíma ) höfðu mótandi áhrif á vísindi og þróun þeirra. En Brynjar gengur lengra og segir að kristin trú hafi verið ráðandi þáttur í lífi Íslendinga frá landnámi. Það er nú það. Næst þessu hefur kaþólska kirkjan líklega komist á blómaskeiði sínu á miðöldum. Hún var þá stærsti landeigandinn, klaustur voru starfandi um landið og kirkjan reyndi að stjórna öllu daglegu lífi manna. En nú er öldin örugglega önnur. Nú eru 76% landsmanna í þjóðkirkjunni og hefur fækkað um 16% á20 árum segir Brynjar réttilega. En hver er skýring hans? Brynjar telur að með nútíma upplýsingatækni sé auðvelt að skjóta úr launsátri og rægja. Fyrir þetta svar hefði hann fengið núll á öllum félagsfræðiprófum í öllum framhaldsskólum landsins. En nú kemur Brynjar að því sem honum liggur þyngst á hjarta en það lokað hefur verið á mest allt samstarf milli kirkju annars vegar og skóla/leikskóla hins vegar. Félög mega ekki gefa Nýja Textamentið og kynna kristna trú.Brynjar beinir hér máli sínu að ríki og sveitarfélögum. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur það farið framhjá Brynjari að við lifum í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem trúfrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Brynjar telur stefnu borgaryfirvalda, en orð hans virðast einkum beint til þeirra vera tilraun til að afkristna þjóðina(sic). Slíkt muni þó gerast á löngum tíma. Nú má það vera að komandi sveitastjórnarkosningar hafi brenglað dómgreind Brynjars. Ég veit það ekki. Fyrir mörgum árum las ég ágæta grein í trúarlífsfélagsfræði. Hún var um trúarlíf Íslendinga. Eðlilega var þar fjallað um trúarlíf innan fjölskyldunnar enda er hún hornsteinn samfélagsins. Þar var fjallað um hvernig mæður(frekar en feður) kenna börnum sínum að biðja. Ungar mæður voru taldar helstu og bestu stuðningsmenn kristni  og kirkju í landinu. Kannski skoðar Brynjar kristnina í landinu út frá þessu sjónarhorni í næstu messu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband