3.1.2014 | 09:37
Evrusvæðið; eru vextir í jafnvægi?
Í Þýskalandi eru deilur um lága vexti. Sumir sparifjáreigendur tala um eignaupptöku þar sem vextir séu lægri en verðbólga. Sökudólgurinn er EZB- evrópski seðlabankinn. En hvað segir bankastjórinn, Mario Draghi? hann segir að Þjóðverjar séu alltaf óttaslegnir og búist við því versta. EZB stjórni ekki vaxtastiginu nema skammtímavöxtum. Bankinn hafi ekki áhrif á langtímavexti á fjármálamörkuðum. Þeir vextir skipti sparifjáreigendur mestu. Þessir vextir eru mjög lágir vegna þess mikla fjármagns sem streymir til Þýskalands erlendis frá. Þýskaland er talin örugg höfn þar sem margir vilja geyma peningana sína. Hvað er nú til í þessu? Seðlabankinn ákveður stýrivexti en þeir eru á lánum sem viðskiptabankar fá hjá bankanum. Venjulega er um skammtímalán að ræða. Þessir vextir eru nú 0.25%. þessir vextir hafa viss áhrif en ekki á langtímavexti. Þar ráða aðrir þættir svo sem mat fjárfesta á framtíðarhagnaði. Fyrir sparifjáreigendur eru raunvextir hins vegar neikvæðir. Á Spáni og Ítalíu eru bankavextir talsvert fyrir ofan verðbólgu. Í þessum löndum þarfnast bankarnir fjármagns í meira mæli en þýskir bankar. Fjárfestar treysta þýska ríkinu betur en því spánska og ítalska og þessa færa þeir fé sitt þangað. Ríkisskuldabréf til tíu ára eru með 1.5% vöxtum í Þýskalandi. Á Spáni eru slíkir vextir rúmlega 5%. En nú er málið líklega ekki eins einfalt og Draghi vill vera láta. EZB hefur haft áhrif á langtímavexti og hann hefur reynt mjög meðvitað að hafa slík áhrif.....(spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar