3.1.2014 | 15:28
Af endalokum danskra kanilsnúða og goðsögum Heimssýnar.
Kassíukanill inniheldur mikið magn af efninu kúmarín. Efnið er talið skaðlegt fyrir lifur sé því neytt í miklu magni. Reglugerð ESB númer 1334 frá árinu 2008 takmarkar notkun kúmarín. Venjulegar bakstursvörur mega ekki innihalda meira en 15 mg. Sé um hefðbundnar eða árstíðabundnar vörur að ræða má magnis vera 50 mg. Í Mbl.is, dv.is og vísir.is hefur verið talin hætta á því að kanilsnúðar verði bannaðir. Helstu bloggarar Heimssýnar létu ekki sitt eftir liggja og blogguðu um málið dag eftir dag.nekkert var skrifað um málið í dönsk blöð. Það virtist þó vera að dauð hönd skrifræðis í Brussel væri að gera atlögu að stolti danskra bakara. Nú er hægt að flokka dönsku kanilsnúðana sem árstíðabundna eða hefðbundna vöru. Þannig hafa Svíar bjargað sínum bollum. Danskir bakarar gætu hætt að nota kassíukanil og notað Ceylon kanil. Hann inniheldur mjög lítið magn af kúmaríni sem er kostur en hann er dýrari sem er ókostur. --Þessi bloggfærsla er sérstaklega tileinkuð ofurbloggurum Heimssýnar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar