Vændi í Kína.

Li Zhengguo er 39 ára, einhleyp  og tveggja barna móðir. Hún á heima í Peking og er vændiskona. því fylgir mikil áhætta: ofbeldisfullir viðskiptavinir, hiv,umtal nágranna og lögreglan. Síðast þegar lögreglan tók hana fasta var hún á dóms og réttarhalda send í vinnubúðir þar sem hún var í hálft ár. Þar bjó hún til skrautblóm úr pappír og las reglugerðir sem banna vændi. Að hálfu ári loknu varð hún að borga fyrir dvöl sína í vinnubúðunum sem svarar 60 dollurum á á mánuði. Á síðasta ári lýstu stjórnvöld því yfir að þau ætluðu að afnema endurmenntun með vinnu en á þessu eru tvær undantekningar: annars vegar fíkniefnaneytendur og hins vegar vændiskonur og viðskiptavinir þeirra. Í vinnubúðum geta vændiskonur verið í allt að tvö ár. Þær vinna 7 daga vikunnar og fá engin laun.Fáir viðskiptavinir eru settir í slíkar vinnubúðir. Ætlað er að á hverju ári séu 18 til 28 þúsund konur sendar í slíkar búðir. Vinnubúðirnar eru í reynd fyrirtæki sem framleiðir mikið af vörum sem sáralitlum tilkostnaði. Hægt er að múta yfirmönnum og losna ef nægir peningar eru til. Þeir sem vilja heimsækja konurnar verða að borga aðgangseyri. Við stofnun Alþýðulýðveldisins var því lýst yfir að afnema ætti allt vændi og endurhæfa vændiskonur. Maó og aðrir kommúnistar litu á vændi sem kapítaliska kúgun. Lögð var mikil áhersla á þessa stefnu og vændi nánast útrýmt. Í upphafi 9unda áratugsins hefst markaðsvæðing í Kína og þá breytast hlutirnir hratt aftur. Í skýrslu SÞ var talið að allt að 6 milljónir kvenna stunduðu vændi. Mánaðarlaun Li s fyrir vændi eru eitt þúsund dollarar. Það er meira en þreföld mánaðarlaun ófaglærðs fólks. Li kann ekki að lesa. Ég er ómenntuð sveitastelpa og hef enga hæfileika segir hún. Li vann á svínabúgarði og hún hlær stundum dillandi hlátri. Hún treystir á fasta kúnna, aðallega gifta menn og einmana farandverkamenn. Ekki eru allir kúnnar heiðarlegir; sumir borga ekki og aðrir þykjast vera lögreglumenn. Sumir fá æðisköst ef Li gerir ekki það sem þeir biðja um. Ég hringi ekki í lögregluna segir Li. Húnn tekur alltaf afstöðu með kúnnanum. (The New York Times).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband