Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast á Brynjar, lögmann, Níelsson enda ætla ég ekki að gera það. Menntun og þekking lætur undan síga fyrir trú. Fólk á hægri væng stjórnmálanna færist inní heimsmynd liðins tíma. 33% bandaríkjamanna telja að menn hafi verið skapaðir og séu óbreyttir frá því. 66% telja að mannkyn hafi orðið til í þróun. 64% hvítra mótmælenda trúa á sköpun og óbreytileika. 48% repúblíkana telja að menn hafi verið skapaðir og síðan óbreyttir. 67% demókrata telja að menn hafi orðið til í þróun. Á undanförnum árum hefur sköpunarkenningu Gamla textamentisins greinilega vaxið fiskur um hrygg. Það hefur hið virta PEW rannsóknarsetur nú staðfest. USA sker sig úr. Trúarleg heimsmynd á miklu fylgi að fagna. 33% trúa á sköpun Guðs; guð skapaði manninn og þannig er hann í dag. Munurinn á stóru flokkunum hvað þetta varðar er að vaxa. 57% eru almennt hlyntir hugmyndum um sköpun. Guð skapaði manninn eða hann kom þróuninni af stað í þeim tilgangi að skapa manninn. Hlutfall þeirra sem trúa gamla og nýja Textamentinu bókstaflega, yfirboðsskilningur á orðinu, fer vaxandi en er hærra hjá hvítum en svörtum. Menntun skiptir miklu, 72% þeirra sem lokið hafa háskólamenntun aðhyllast heimsmynd náttúruvísinda. En pólitískar línur eru afar skýrar hjá repúblikönum. Þeir halda á víðar lendur trúarinnar. Margir forystumenn þeirra eins og t.d Rick Sanatorum hafa talað opinskátt gegn vísindalegri þekkingu. Í flokknum takast menn á. Eftir tapaðar kosningar 2012 sagði Bobby Jindal, ríkisstjóri í Louisinana : við verðum að hætta að vera heimski flokkurinn. (spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar