4.1.2014 | 22:12
Evran verður til 4.1. 1999.
Þetta markaði tímamót. Á dögum Karla Magnúsar á níundu öld var sameiginleg mynt í Evrópu en eftir það varð langt hlé. Það voru 11 ríki ESB sem tóku upp nýju myntina. Íbúafjöldi ríkjanna var 290 milljónir. Markmiðið var að efla hagvöxt og færa ríkin nær hvert öðru. Gengið var skráð 1.17 dollarar og greinilegt að ríkin ellefu ætluðu nýja gjaldmiðlinum stórt hlutverk í alþjóðlegu hagkerfi. Það var svo 1.1. 2002 að seðlar og mynt sáu dagsins ljós og gömlu gjaldmiðlarnir voru teknir úr umferð. Vatikanið og Monako tóku einnig upp evru og auk þess nokkur önnur svæði í Evrópu. Upptaka evrunnar var umdeild. Margir óttuðust að skiptin sjálf yrðu erfið í framkvæmd og dýr. Sumir töldu hættu á verðbólgu. Grikkland tók upp evru 2001 eftir að umsókn hafði verið hafnað einu sinni. Evran var sett á stofn á grundvelli Maastricht samningsins frá árinu 1992.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar